Valsblaðið - 24.12.1966, Side 4
2
VALUR
- STARFIÐ ER MARGT -
ÚR ÁRSSKÝRSLU AÐALSTJÓRNAR
Stjóm félagsins á árinu 1966 var
þannig skipuð: Páll Guðnason for-
maður, kosinn af aðalfimdi. Hinir
stjómarmeðlimir skiptu með sér
verkum, þannig: Gunnar Vagnsson
varaformaður, Einar Bjömsson rit-
ari, Friðjón Friðjónsson bréfritari,
Þórður Þorkelsson gjaldkeri. Á aðal-
fundinum var sú breyting gerð á
skipun stjómarinnar, að fjölgað var
í henni um tvo, þannig að formenn
deildanna, knattspymu- og hand-
knattleiksdeildar, skyldu taka þar
sæti. Komu því þeir Bjöm Carlsson
og Þórarinn Eyþórsson í aðalstjóm-
ina, sem formenn téðra deilda.
Með þeirri skipan, sem upp var
tekin fyrír nokkrimi árum, að skipa
félaginu í deildir, með sérstökum
stjómum og fjárhag, hefir megin
forystustarfið á íþróttasviðinu færzt
frá aðalstjórninni til deildanna og
á hendur stjóma þeirra. Hins vegar
hefir aðalstjómin alltaf verið til
taks, til aðstoðar deildunum, hafi
eftir þvi verið leitað og þá eins og
möguleikar hafa verið fyrir hendi
hverju sinni.
Eins og áður getur hér að ofan,
hafa þeir Bjöm Carlsson og Þórar-
inn Eyþórsson veitt deildrmum for-
ystu, á árínu og hefir svo verið und-
anfarin ár, og rækt það forystuhlut-
verk, hvor á sínu sviði, með miklum
ágætum. Stendur félagið í heild í
mikilli og varanlegri þakkarskuld
við þessa félaga sina, svo sem við
alla stjómarmeðlimi deildanna. Að
öðm leyti vísast til skýrslna deild-
anna.
FRAMKVÆMDIR
Áfram var haldið að vinna að
framkvæmdum á landi Hlíðarenda,
íþróttasvæðum og umhverfis bygg-
ingamar, slétta og rækta, undir yfir-
stjóm framkvæmda- og vallanefnd-
ar, en formaður hennar er Úlfar
Þórðarson. Hafizt var handa um
undirbúning og byrjunarfram-
kvæmdh’ á handboltavelli fyrir
sunnan malarvöllinn. Er hugsað að
sá völlur verði síðar malbikaður.
Þá var malbikað svæðið fyrir
framan íþróttahúsið, þó fyrst og
fremst sem bílastæði, en hins vegar
var svæðið nokkuð notað til hand-
boltaæfinga á sumrinu, og gafst vel.
Virðist ekkert vera því til fyrirstöðu
að nota svæðið í æfingaskyni, þegar
það hentar.
Unnið hefir verið að þvi að gera
lýsingu á malarvellinum, svo koma
megi við útiæfingum að vetrinum,
þegar fært er.
Á sumrinu starfaði flokkur ung-
linga frá Reykjavíkurborg að ýmiss-
konar snyrtingu og lagfæringu á fé-
lagssvæðinu, svo sem verið hefir áð-
ur. Er stjómin þakklát borgaryfir-
völdunum fyrir þetta.
SKRIFSTOFAN
Eins og áður hefir verið getið í
skýrslum hefir verið talin mikil
nauðsyn á skrifstofu — samastað —
fyrir félagið, stjóm þess og deildar-
stjómir. Vissulega hefir verið unnið
að þessu máli undanfarin ár. En for-
ystu um það hefir íþróttahússnefnd
haft, skipuð þeim Sigurði Ólafssyni,
sem er formaður, Andrési Berg-
mann, Frímanni Helgasyni og Óla
Ólasyni. Hafa nefndarmenn lagt
mjög mikla vinnu í það að útbúa
skrifstofuna og gera hana sem allra
bezt úr garði, og er starfi þar að
lútandi nær lokið, en smiði og gerð
húsgagna og innréttingu langt kom-
ið. Verður þama mjög skemmtilega
og snyrtilega frá öllu gengið og að-
staða öll hin prýðilegasta.
f sambandi við viðhald á íþrótta-
húsinu þurfti allmikil viðgerð að
fara fram á gólfi hússins. En það
framkvæmdu nefndarmenn sjálfir,
eftir að smiður sem lofað hafði að
taka það verk að sér, brást hvað
eftir annað. Vom framkvæmdir af
nefndarinnar hálfu, hér að lútandi,
í engu lakari en að fagmenn hefðu
um vélað. Auk þessa máluðu nefnd-
armenn bæði klefa og ganga íþrótta-
Framh. á bls. 44.
Stjórn Vals á afmælisárinu. F. v.: Gunnar Vagnsson, Þórarinn Eyþórsson, form.
handknattleiksdeildar, Bjöm Carlsson, form. knattspymudeildar, Einar Björnsson,
Friðjón Friðjónsson, Þórður Þorkelsson og Páll Guðnason, formaður.