Valsblaðið - 24.12.1966, Side 7
VALUR
5
„Hafi nokkur verið liálft liðið nokkurntíma, þá var það Sigurður Dagsson í Valsliðinu í sumar", sagði einn aðdáandi Sig-
urðar. Eru menn ekki sammála?
stjórnin hafi haldið 16 bókaða
fundi og auk þess var oft komið
saman til skrafs og ráðagerða um
þau mál, sem fyrir lágu á hverj-
um tíma.
Flestir fundirnir voru haldnir í
félagsheimilinu og fundarherbergi
Café Höll. Nú má geta þess, að
vænlega horfir í skrifstofumáli
félagsins, þar hafa dugandi menn
verið að verki og ráðizt í að full-
gera skrifstofuna og nú er svo
komið, að hún er að fullu tilbúin
til afnota fyrir starfsemi félags-
ins að öðru leyti en því, að verið
er að smíða húsgögnin, sem verða
tilbúin bráðlega, og svo er eftir
að ganga frá uppsetningu á grip-
um þeim, sem þar eiga að vera og
varðveitast í framtíðinni. Skrif-
stofan er hin vistlegasta í alla staði
og er það tilhlökkunarefni fyrir
stj órnir félagsins, að fá þarna góð-
an samastað og þökk sé öllum þeim,
sem hafa unnið og starfað að þessu
nauðsynjamáli og gjört því svo
góð skil.
Uppþot eða sigurgleði eftir úrslit íslandsmótsins? Andlitin á myndinni svara því.