Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 37
35
*
A
SLÓÐUM
ELDS
OG ÍSA
Valsblaðið bað Reidar Sörensen, sem nú býr í Hamar í
Noregi, en á sínum tima var þjálfari félagsins og góður
félagsmaður, að skrifa og segja frá komu sinni til Is-
lands og einhverju eftirminnilegu, frá dvöl sinni hér. Þar
ber hæst ferð MUlIers og þeirra félaga á skiðum yfir
þvert ísland um hávetur, og þótti i þá daga óðs manns
æði að reyna. Á s.l. ári voru 40 ár síðan sú ferð var farin,
og má segja að fátt hafi haft meira áróðursgildi fyrir
skíðaíþróttina á vordögum hennar hér en einmitt þessi
för þeirra, og fer vel á því að rifja hana svolítið upp.
Á svonefndum „eldri árum“
mínum hef ég verið beðinn um að
skrifa í Valsblaðið um áhrif mín
frá þeim tíma sem ég dvaldi á Is-
landi, og í Valsblaðið verður auð-
vitað að skrifa um íþróttirnar.
Ég kom til íslands haustið 1923,
og þekkti hér ekkert, hvorki land-
ið né fólkið eða aðstæður yfirleitt.
ísland lá langt fyrir utan sjón-
deildarhringinn, og sambandið
héðan við útlönd var ekki eins og
nú. Það voru því fáar fréttir um
land og þjóð. Ég vissi að Island
var kallað Sögulandið, og fyrir
löngu síðan einnig Ultíma Thule,
landið langt í norðri. Fólkið þar
var af „okkar eigin stofni“ eins
og skáldið sagði, og menningin hin
gamla norræna menning, og að
þar var talað hið gamla mál, sem
við Norðmenn höfum, því miður,
gleymt fyrir löngu síðan.
Ég man mætavel þennan dag, í
lok septembermánaðar, og var
glaður að vera kominn í höfn, því
„Sírius" gamli hafði barizt við
storm og regn á öldum Atlantz-
hafsins. Það voru fleiri glaðir en
ég, og þá ekki sízt þeir, sem höfðu
orðið að líða kvalir angistar og
ótta, þegar skipið valt sem mest.á
hinu úfna hvítfyssandi hafi.
„Sirius“ gamli var ekkert stórskip,
en klunnalegur og þunglamalegur,
og hraðinn var ekki mikill þegai-
á móti blés.
Það var snemma morguns sem
skipið kom í höfn, hálfrökkur og
enn stormur og rigning. Aðeins af-
greiðslufólkið var komið á stjá.
Allir voru stúrnir og fölir í útliti.
Ég varð dálítið hugsandi þegar
ég hitti Bernhard Petersen á
hafnarbakkanum, en hjá honum
átti ég að vinna í sex mánuði, um
það var samið. En þessir sex mán-
uðir urðu að 16 ára dvöl á Islandi!
Til að byrja með var allt dálítið
annarlegt fyrir mig, og ég hugsaði
margoft um að fara héðan aftur.
En manneskjan á svo gott með að
aðlaga sig aðstæðum, og hugrenn-
ingar mínar til heimferðar eydd-
ust fyrr en varði.
Smátt og smátt aðlagaðist ég að-
stæðum, kynntist stöðugt ein-
hverju nýju og skemmtilegu. Aðeins
nokkrum dögum eftir að ég kom
til Islands fór ég í Skeiðaréttir.
Það var ævintýri sem ég gleymi
seint.
Þetta var einkennandi fyrir Is-
land, og ekki sízt bílferðin, þar
sem á löngum köflum mátti segja
að bíllinn væði og synti, dansaði
og hoppaði á þessari erfiðu leið!
Ég minnist veganna slæmu enn-
þá með bæði ugg og ánægju!
Mörg eftirminnileg atvik fylgdu
eftir á komandi árum, og brátt
fannst mér ég vera orðinn íslend-
ingur.
I þessum bílferðum mínum um
landið varð ég oft undrandi yfir
því hvað bílarnir þoldu. og að þeir
skyldu bókstaflega ekki hristast í
sundur á þessum ömurlegu vegum.
Fyrstu kynni mín af íþróttum
á Islandi urðu þegar þetta sama
haust. Norskur rafmagnsfræðing-
ur sem vann við rafstöðina í
Reykjavík, sem einnig var kunn-
ugur Bernhard Petersen, kom oft
á skrifstofuna þar sem ég vann.
Hann var mjög áhugasamur um
íþróttir m. a. fimleikamaður og
félagi í IR, og snerust því umræð-
urnar oft um íþróttir. Hann bað
mig að koma með upp í IR, sem þá
æfði í fimleikahúsi Menntaskólans,
og gerði ég það. Þegar eftir þessa
fyrstu heimsókn mína var ég skrif-
aður inn í IR. Síðar hitti ég L. H.
Múller kaupmann, sem var mikill
áhugamaður um skíðaíþróttir!
Ekki hafði ég lengi dvalið á ísiandi
þegar Múller bauð mér heim til
sín og lagði þar fyrir mig áætlun
um það að ganga á skíðum yfir
þvert Island. Hann hafði lengi
hugsað þetta mál og unnið að á-
ætlun um þessa ferð. Þar sem skíða
íþróttin var tiltölulega ung þá í
R'eykjavík og nágrenni, var litið
á skíðaferð um hávetur, þvert yfir
landið, sem óðs manns æði, og
hafði Múller því ekki fengið neinn
til þess að fara með sér í för þessa.
Hann hafði þó talað við tvo menn,
þá Tryggva Einarsson frá Miðdal
og Axel Grímsson frá Reykjavík,
sem ekki voru því fráhverfir að
fara með. Hann spurði mig hvort
ég gæti hugsað mér að verða fjórði
maður, og án þess að hugsa það
nánar sagði ég þegar já.
Áætlunin var svo gerð í smá-
atriðum, og ferðin ákveðin í marz
1925 og var ferðin farin á tilsett-
um tíma og áætluninni fylgt.
Um þessa ferð, sem var eitt af
stóru æfintýrunum mínum á Is-
landi skrifaði L. H. Múller
slcemmtilega frásögn og fara kafl-
ar úr henni hér á eftir.
Gerðist félagi í Val.
Nokkrum árum síðar gerðist ég
félagi í Val. Orsökin var eiginlega
ósjálfráð umsögn mín, sem kom
til með að hafa miklar afleiðingar
fyrir mig persónulega Ég hef áður
sagt frá þessu, og skal endurtaka