Valsblaðið - 24.12.1966, Page 40

Valsblaðið - 24.12.1966, Page 40
38 VALUR að kl. 2 gátum við aftur kveikt á vélinni og mötuðumst síðan. Að vísu vorum við nú ekki hræddir um tjald- ið, en þó var ekkert viðlit að leggja af stað út í iðulausa stórhríð. Við tókum því til spilanna, fórum i ,,bridge“ og skemmtum okkur prýði- lega. Kl. 7 um kvöldið skall aftur á af- spyrnurok, sem við vorum alveg vissir um að mundi svipta upp tjald- inu. Við létum þvi allt niður aftur, og varð ekki meira úr borðhaldi þann daginn. Við tíndum á okkur hverja spjör, sem við höfðum meðferðis, því að nú leit út fyrir, að við myndum ekkert hafa yfir höfuðið tun nóttina. Þarna sátum við nú uppi á millum jökla, 2800 fet yfir sjávarfleti, í 10° kulda og 100 km frá næstu hyggð- um. Sumum mundi nú ef til vill ekki hafa litizt á blikuna, en þó var engin ástæða til að láta sér slíkt í augvun vaxa. Við höfðum bæði sleða- segl, segldúk og tvö mikil skíðasegl. Okkur hefði aldrei orðið skotaskuld úr því að grafa okkur niður i ein- hvern skaflinn, refta yfir með skíð- unum, leggja svo seglin ofan á og moka síðan snjó yfir. Við vorum þvi í engii hættu staddir. . . . Við höfðum nú komið ölhun far- angri okkar fyi’ir í 4 kössum og sett hvem þeirra í sitt hom tjaldsins. Við fórurn nú í húðfötin utan yfir hin fötin, settiunst hver á sinn kassa og studdum tjaldið með öxlunum. í þeim stellingum sátum við alla nóttina. Veðrið æddi og ólmaðist og þreif svo óþymiilega í tjalddúkin, að við fleygðumst fram og aftur, eins og við væmm í slæmum vagni á ósléttum vegi. Og alltaf kváðu við sömu hrinumar og sömu orgin! Loks varð Axel leiður á gólinu og tók að syngja „Tóta litla tindilfætt“, svo sem til tilbreytingar. Kl. 1 um nótt- ina urðum við varir við h .u. b. 5 sm rifu í tjalddúknum, og nú var öllum boðið að gæta sin sem hezt og bjarga öllu, sem bjargað yrði, því að nú leit út fyrír, að tjaldið væri úr sögunni. Við höfðum skíðaseglin tilbúin til þess að breiða þau yfir okkur þangað til veðríð batnaði svo, að við gættun gert okkur snjókofa. Þetta er hið einkennilegasta og ill- úðlegasta óveður, sem ég man eftir. Fellibylurinn stóð venjulega af norðri, en svo gat á einni svipstundu orðið dúnalogn, sem hélzt 1—2 mín- útur. Þá skall hann á aftur eins og fallbyssuskot úr annarri átt. Á þess- um ósköpum gekk alla nóttina. Við kölluðum þennan tjaldstað Skratta- bœli. . . . —-----------------------------0 X. M. WJL «------------------------------0 Mánudaginn 23. marz slotaði storminum nokkuð um morguninn kl. 6. Matreiðslumaður tók þá þegar til starfa, svo að hafrasúpan yrði soðin áður en næsti bylurinn skylli yfir. Við hinir fórum að athuga, hvað miklu tjóni óveðrið liefði vald- ið. Við höfðum daginn áður fjötrað sleðana saman og bundið skíðin ofan á þá. Ennfremur höfðum við hlaðið tvöfaldan snjóvegg, h. u. b. 1 meter á hæð, kringum tjaldið. Jú, allt var með kyrrum kjörum, nema snjó- girðingin hafði þyrlazt burtu út i veður og vind. Rifan, sem við þótt- umst hafa séð í tjaldinu, var ekki annað en sótrák. Við athuguðum. nú tjaldið vandlega, bæði utan og inn- an, en hvorki hafði þráður brostið i tjalddúknum né heldm' losnað um Ivkkju eða hring. Tjaldi'ð var alís- lenzkt. (1 bæklingi, sem gefinn var út i Reykjavík 1925 til leiðbeining- ar útlendum ferðamönnum, stendur þessi klausa: „ . . . and as suitable tents are very hard to get in Ice- land, every one intending to camp out is strongly advised to bring a tent vríth him“). . . . Eg vildi gefa mikið til, að ég gæti lýst útsýninu ofan af jöklinum og allri þeirrí dýrð, sem fyrir augun bar, en til þess á ég engin orð. Það var blæjalogn og sólskin. Jöklar, fjallatindar og hin endalausa flatn- eskja tindruðu eins og milljónum demanta hefði verið dreift út svo vítt sem augað eygði. Náttúran var í drifhvítu hátíðarskrúði, sem ekk- ert mannlegt auga hafði áður séð. Við horfðum hugfangnir yfir þessa mjallhvítu ábreiðu, sem enginn fót- ur hafði troðið. Dagurinn varð að hátíðisdegi, sem ég veit að enginn okkar gleymir nokkru sinni. Nú voru okkur goldin að fullu launin fyrir það erfiði, sem við höfðum á okkur lagt. Þreytan eftir gönguna upp jök- ulinn hvarf á svipstundu, við urð- um nýir menn! Slíkar sýnir og slík- ar stundir kveikja eirðarlausan óróa, sem aldrei slökknar, í blóði þess manns, sem eitt sinn hefir legið úti. Þennan dag hafði allt gengið að óskmn. Við vortun himinlifandi yfir öllu því, sem á daginn hafði drifið og spöruðum nú ekki mat við okkur, enda gerðist þess engin þörf lengur. Við átum hafrasúpu, harðfisk, svína- steik, smurt kex með osti og ávexti. Síðan drukkum við kaffi. Má þetta heita sæmilegur málsverður uppi i óbyggðum um hávetur. Síðan fór- um við í húðfötin og vorum allfegn- ir hvíldinni, því að svefn höfðum við þá ekki fest í 42 klukkutíma. Þriðjudaginn 24. marz komumst við ekki á fætur fyrr en kl. 8, því við þurftum tima til að sofa úr okk- ur þreytuna eftir vistina í Skratta- bæli. Færðin var enn ágæt. Á há- degi komum við að Blautukvisl. Hún var auð, og veittist okkur allerfitt að finna vað á henni. Snjóveggimir meðfram ánni voru 5—10 m háir, svo sem fyrr sagði, og var ókleift að koma sleðunum úr þeirri hæð niður að ánni án þess að farangur okkar yrði alvotur. En Tryggvi hafði ráð undir rifi liverju og fann hann ágætt vað. Nú fórum við í vöðlumar og náðu þær okkur upp undir liendur. Óðum við síðan yfir ána og var hún okltur í mitti. Ekki dignaði einn þráð- ur á okkxrr. Ef við hefðum ekki haft

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.