Valsblaðið - 24.12.1966, Page 17
VALUR
15
Reykiaf/íkurmeistarar 1966 í handknatfleik II. fl. karla
Fremri röð.
Gunnar Ólafsson, Kristján Karlsson, Magnús Baldursson, Jakob Gunnarsson,
Magnús Á. Magnússon, Þórarinn Eyþórsson, þjálfari.
Aftari röð.
Hilmar Ragnarsson, Jón Karlsson, Ólafur Jónsson, Hjálmar Sigurðsson, Kristinn
Jóhannsson, Þórður Sigurðsson, Sverrir Guðjónsson.
Framhald af bls 13.
Hlutu 0 stig, aðeins tvö lið tóku
þátt í keppninni.
1 íslandsmótinu urðu þær einn-
ig nr. 2, skoruðu 26 mörk gegn 10,
hlutu 6 sitg.
II. flolckur kvenna A.
1 Reykjavíkurmótinu urðu þær
nr. 1, hlutu 7 stig, skoruðu 21 mark
gegn 10.
1 Islandsmótinu innanhúss léku
þær í B-riðli og urðu þar nr. 1,
skoruðu 40 mörk gegn 14 og hlutu
8 stig.
Léku síðan til úrslita við Fram,
sem vann hinn riðilinn, en töpuðu
leiknum með 6 mörkum gegn 9.
1 íslandsmótinu utanhúss léku
þær í B-riðli og urðu þar nr. 1,
skoruðu 12 mörk gegn 3, hlutu 6
stig.
Léku síðan úrslitaleik við Ár-
mann, sem vann hinn riðilinn, og
unnu Valsstúlkurnar með 6 mörk-
um gegn 2.
Meistarar á árinu urðu eftirtaldir
floklcar:
Reykjavíkurmeistarar 1965.
Meistaraflokkur kvenna.
II. flokkur kvenna A.
íslandsmeistarar innanhúss 1966.
Meistaraflokkur kvenna.
íslandsmeistarar utanhúss 1966.
Meistaraflokkur kvenna.
II. flokkur kvenna A.
Þess skal getið hér að meistara-
flokkur kvenna hefur á þessu leik-
ári fært félaginu tvo bikara til
eignar, og eru það bikarar þeir er
keppt var um í íslandsmótinu inn-
anhúss og utanhúss. Og er þeim
hér með þakkaður góður og fræki-
legur árangur.
I úrvalsliðinu léku eftirtaldir
félagar:
I úrvali H.K.R.R. gegn Karvina
léku þeir Stefán Sandholt og Her-
mann Gunnarsson.
I íslenzka landliðinu, sem lék
alls ellefu landsleiki á árinu, þar
af sjö hérlendis og fjóra erlendis,
léku þeir: Stefán Sandholt 9 leiki,
Hermann Gunnarsson 7, Ágúst
ögmundsson 5 leiki og Jón B. Ól-
afsson 1 leik.
I úrvali H.S.I. gegn liði blaða-
manna léku þeir Stefán Sandholt
og Hermann Gunnarsson og Ágúst
ögmundsson, í liði blaðamanna
léku þeir Jón B. Ólafsson og Berg-
ur Guðnason.
I unglingalandsliðum karla og
kvenna, sem þátt tóku í norður-
landamótum unglinga, léku: I
karlaliði þeir Gunnsteinn Skúla-
son, Bjarni Jónsson og Stefán
Bergsson. í kvennaliðinu þær Sig-
rún Guðmundsdóttir, Sigrún Ing-
ólfsdóttir, Ragnheiður Lárusdótt-
ir og Björg Guðmundsdóttir.
Þátttaka meistaraflokkskvenna
Vals í Evrópubikarkeppni
meistaraliða.
Svo sem getið var um í síðustu
ársskýrslu, var ákveðið að taka
þátt í Evrópukeppni meistaraliða
kvenna, og urðu Valsstúlkurnar
þar með fyrstar íslenzkra kvenna-
liða til að taka þátt í slíkri keppni
þar sem aðeins koma fram beztu
lið Evrópulandanna.
Þetta þótti sumum nokkuð vafa-
söm ákvörðun, en okkur í stjórn
deildarinnar þótti sjálfsagt að
leyfa stúlkunum að reyna sig í
slíkri keppni, sérstaklega með hlið-
sjón af þeirra frábæra árangri á
undanförnum árum bæði hérlendis
sem og einnig erlendis.
I fyrstu umferð mætti Valur
norsku meisturunum Skogn frá
Þrándheimi, og átti fyrri leikur-
inn að fara fram hér, en síðari
leikurinn í Þrándheimi. Sökum
mikils ferðakostnaðar þótti okkur
rétt að bjóða Skogn að leika báða
leikina hérlendis, gegn þátttöku
okkar í ferðakostnaði þeirra. Um
það samdist og léku þær því báða
leikina í íþróttahöllinni í Laugar-
dal. Fyrri leikurinn fór fram 19.
desember og lauk honum með sigri
Valsstúlknanna 11:9, daginn eftir
fór síðari leikurinn fram og lauk
honum einnig með sigri Vals 12:
11, og þár með voru Valsstúlkurn-
ar komnar í aðra umferð keppn-
innar eða réttara sagt í átta liða
úrslit. Nokkuð sem aðeins þeir
bjartsýnustu gátu trúað.
Norsku stúlkurnar fóru í kynn-