Valsblaðið - 24.12.1966, Page 23
VALUR
21
Mér þótti alltaf gaman að pall-
inum þar, sem við skólakrakkarnir
hentum húfunum okkar á, þegar
við fórum upp stigann. Laugaveg-
inn þekktum við vel, því við áttum
eftir að búa á tveimur stöðum öðr-
um þar áður en við fluttum sunnar
í bæinn, á SpítalastígogBergstaða-
stræti.
Um áhugamál mín í æsku er
ekki mikið að segja. Við, ég tala
oft um ,,við,“ og á ég þá við okkur
bræðurna, því við vorum mikið
samrýndir, vorum í Sunnudaga-
skóla KFUM, og í tóbaksbindindis-
félagi fimleikakennara okkar,
Steindórs Björnssonar frá Gröf.
Einnig var ég í öðru bindindisfé-
lagi, Æskunni, og þar komst ég
talsvert hátt, varð kapellán, lék
þar m.a. í leikriti, sem ég hefði
sennilega ekki átt að gera. Ég man
það að ég var einn af aðalleikend-
um, átti að vera dálítið fyndinn og
m.a. mismæla mig á Apóteki og
apaketti! Annars var áhuginn allt-
af mestur fyrir knattleikjum,
handbolta og fótbolta.
Það var oft erfiðleikum bundið
að eignast bolta, því efnin voru
lítil, en það var þó alltaf einn ör-
uggur tekj uöflunardagur árlegaog
var það Bolludagurinn. Hann var
skipulagður til tekjuöflunar, og
það var nákvæmlega reiknað út, að
fenginni reynslu, hver það væri,
sem borgaði mest fyrir flenging-
una, það var allt frá 25 aurum upp
í eina krónu. Ég man eftir því, að
Árni heitinn Gunnlaugsson, járn-
smiður á Laugavegi 71, var einna
örlátastur, hann gaf alltaf krónu.
Við reyndum að forðast þá, sem
gáfu bollur, því það var lítils virði
á móti peningunum, og dýrmætur
var tíminn, því ekki var um nema
svo sem klukkutíma að ræða, sem
við gátum gengið í hverfið. Fyrir
þessa peninga voru svo keyptir
handboltar í sterkum litum. Fyrsti
fótboltinn okkar sem skotið var
saman í, mun hafa kostað 7 krón-
ur. Allt spark var alveg skipu-
lagslaust hjá okkur þangað til að
Sigurbergur Elísson, síðar verk-
stjóri, safnaði okkur nokkrum sér
yngri strákum saman, og stofnaði
„Fótboltafélagið Gretti,“ sterkt
skyldi það vera! Við spörkuðum
fyrst á lóð á suðvesturhorni Lauga-
Jón Sigurðsson. Heiðursfélaginn,
áhlaupamaðurinn, skipuleggjandinn á
liinum erfiðu tímum.
vegs og Barónstígs.Hinsvegarfóru
aðalæfingarnar og keppnir fram á
Skelltúninu, sem var austan og
sunnan við Barónshúsið svokallaða,
sem þá stóð eitt sér á svæðinu milli
Barónsstígs og Rauðarárstígs. —
Svona spark var á þeim tíma al-
gjör nýlunda fyrir drengi á þess-
um aldrei. Islenzk knattspyrna var
að verða til. Stórveldin KR og
Fram voru nýbyrjuð að keppa í
fyrsta aldursflokki, og Valur var
að fæðast og Víkingur mun hafa
orðið til um svipað leyti og Fram.
Við vorum mikið þarna á túnun-
um, og stálumst vitanlega til þess
og vorum fljótir að hlaupa þegar
við sáum eigandann koma. Aldrei
voru mörkin önnur en steinar eða
húfur, eða eitthvað lauslegt, og
var auðvelt að hlaupa frá því. Þetta
var nú fyrsta eða fyrra fótbolta-
félagið, sem við vorum í, og keppt-
um þá ýmist við Njálsgötuna,
Grettisgötuna eða þá Hverfisgöt-
una, en það var sjaldan rnikið ris
yfir þeirri keppni.
Á þeim tíma sem við vorum í
Gretti, bárum við út Vísi að sumar-
lagi, Ámundi og ég, og ákefðin
var nú einn dag svo mikil í
keppninni, að við hirtum ekki um
að koma tímanlega í Vísisútburð-
inn. Þá tók mamma okkur niður í
þvottahús og flengdi okkur á gaml-
an máta, rassskelti okkur dyggi-
lega, hún hefur sennilega gert það
oftar, en ekki man ég þó eftir því,
en þessi flenging var ábyggilega sú
síðasta. Við komum ekki of seint í
Vísisútburð eftir það. Mamma
reyndi að kenna okkur skyldu-
rækni í hvívetna, og við höfðum
gott af þessari flengingu. Ég man
eftir annarri refsingu, sem vel
mætti segja frá, af því að hún hef-
ur aldrei liðið mér úr minni. Það
var í barnaskóla, þegar ég var í
skriftartíma hjá fröken Arason.
Hún talaði við mig, þar sem ég sat
við skriftir og spurði mig einhvers,
en ég svaraði og hafði fingurinn
fyrir munninum. Þá gaf hún mér
þennan rokna löðrung og sagði:
„Maður talar ekki með fingur fyr-
ir munni,“ það hef ég ekki gert
síðan. Eg held því að réttar refs-
ingar á réttum tíma eigi rétt á sér
í vissum tilvikum.
Knattspyrna okkar varð nokkuð
betri þegar við fluttum neðar á
Laugaveginn og tókum í notkun
annað svæði, sem var barnaleik-
völlur, þá alveg nýr, við Grettis-
götu. Við Laugavegs-búar klifruð-
uðum yfir vegginn að neðanverðu
og höfðum þarna skemmtilegustu
knattspyrnu, sem ég man eftir frá
þessum árum, og mikið skemmti-
legri en sú knattspyrna, sem var
betur skipulögð síðar meir. Þarna
var völlurinn heldur blautur, og
vorum við ósjaldan með svarta
samvizku, þegar við komum heim.
Til þess að lagfæra hana svo-
lítið, skutum við félagarnir sam-
an í skóbursta og skósvertu, og
geymdum þetta undir þakskeggi á
litlum skúr, sem stóð við leikvöll-
inn. Við höfðum líka nál og enda,
því það gat komið gat á sokk,
og alltaf bezt að geta komið heim
sem fínn maður, og enn vorum við
ekki vaxnir upp úr stuttbuxunum.
Annars tók móðir okkar óhöppum
af þessu tagi alltaf furðu vel, þrátt
fyrir hið mikla annríki sem hún
hafði.
Þú gerðist ungur Væringi, var
það ekki?
Um þessar mundir gerðist ég
Væringi ellefu til tólf ára gamall,
og það var innan KFUM. Þar var