Valsblaðið - 24.12.1966, Side 69

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 69
VALUR 67 LEIÐTOGAR Ólafur Sveinsson. F. 1. nóv. 1890, d. 19. febr. 1966. Ólafs Sveinssonar mun lengi minnzt sem eins af brautryðjend- unum í íslenzku íþróttalífi. Hann lagði snemma stund á íþróttir, og þá aðallega hlaup og komst þar í fremstu röð. Síðar tók hann á sig stjórnarstörf og var mjög virkur í Iþróttafélagi Reykjavíkur. Var hann um langt skeið forustumað- ur í íþróttum, lagði sig fram um að kynna sér íþróttir og las mikið um þær alla tíð. Ólafur var ákaf- lega velviljaður og sanngjarn mað- ur í hverju máli. Hann var glögg- ur og athugull og mjög þægilegur í allri umgengni og prúðmenni hið mesta. Hann var hálfbróðir Stefáns Ólafssonar, sem um skeið var í stjórn Vals og snjall markmaður, svo af bar, á tíma. Valur átti þá í miklum erfiðleikum, og einmitt þá fær Stefán Ólaf til þess að leið- beina Valsmönnum um þjálfun og hefur þar vafalaust komið fram velvilji Ólafs og vilji hans til að verða íþróttunum og æskumönn- unum að liði í viðleitni þeirra til þroska. Hér er ólafi þökkuð þessi við- leitni til að hjálpa Val, svo og fyr- ir störf hans fyrir íþróttirnar í SigurSur E. Jónsson. F. 24. sept 1924 — D. 17. nóv. 1966 Með Sigurði E. Jónssyni er fall- inn frá eftirminnilegur mótherji á leikvelli, mótherji sem oft hindraði sóknarlotur Valsmanna að marki Fram. Strax í æsku tók hann ástfóstri við knattspyrnuna og Fram. Hann átti líka sinn drjúga þátt í því, ungur að árum að hefja félag sitt úr öldudal og uppá toppinn, og er ekki ofsagt þótt því sé haldið fram að Sigurður hafi verið þar stoð og stytta í hverri raun. Hann setti markið hátt, tók íþrótt sína alvar- lega, hreif aðra með sér, og náði árangri. Þegar Sigurður lagði keppnisskóna á hilluna, sem hann gerði alloft, lét hann félagsmálin til sín taka, eftir því sem honum vannst tími til. Nú fyrir nokkru var hann formaður Fram um nokk- urt skeið, átti þar mörg áhugamál, heild, en hann kom víða við á langri ævi. Valsmenn votta eftirlifandi konu hans og börnum samúð og senda beztu kveður og jólaóskir. F. H. þótt hæst bæri íþróttasvæði félags- ins. Sigurður var drengur góður, viljasterkur og athugull. Ákveðinn í skoðunum, en alltaf sanngjarn og velviljaður.Við Valsmenn minn- umst Sigurðar í drengilegri keppni á leikvelli, og þökkum gott sam- starf við Fram í hans stjórnartíð ekki síður en í annan tíma. Við vottum eftirlifandi konu hans dýpstu samúð við þetta svip- lega fráfall manns hennar, svo og sonunum hans ungu, sem hafa þeg- ar tekið upp merki föður síns með góðum árangri. Við sendum þeim öllum beztu kveðjur og jólaóskir. F.H. Virka daga ungir eiga ætlunarverk und skyldumerki sýna þá hvort sönn er trúin, sem þeir kátir á fundum játa. Þeir sem styrk og allri orku að því heima, vel svo reynist, trúleik stunda, verk sín vanda verða síðar stéttarprýði. Fastur vilji, fjör og elja, framför sönn i hverskyns önnun á að sjást, svo allra beztir ávallt reynast félagssveinar; ávöxt þann og engan minni á að bera félagsveran; að því stefnir allt, sem dafnar inni fyrir vorum dyrum. Sá er verða vill með orði vel að manni, trúr og sannur, styrking fær á æskuárum, ef hann rækir félagstæki, drottins orð þá eigin hans verður, auðnurót, er lífið hljóti svo æ betur horskur hljóti, hylli sanna guðs og manna. Sr. Friðrik Friðriksson.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.