Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 24
22 VALUR skátahöfðinginn Axel Tulinius, en aðaldriffjöðrin var Ársæll Gunn- arsson, bróðir Axels Gunnarsson- ar. Var heimili þeirra í Hafnar- stræti 8, miðstöð skátahreyfingar- innar. Þar var oft mikið fjör. Man ég eftir mjög skemmtilegum göng- um um bæinn, þar sem taktfesta var skilyrðislaust boðorð. Fremst- ur í flokki var Lárus Jónsson, síð- ar hjá Lárusi Lúðvíkssyni. Sló hann trommu fyrir göngunni og öf- undaði ég hann mjög af þessu em- bætti. Lærði ég áslátt hans og kann hann enn þann dag í dag. Á þess- um árum fórum við mikið upp í Skátaskálann fyrir ofan Lögberg, og vorum þar í útilegu. Allar voru þær ferðir farnar á reiðhjólum. Aldrei eignuðumst við bræður þó reiðhjól. Seinna kom að því að ótt- azt var að Væringjarnir mundu lognast útaf. Kallaði Axel Tulinius nokkra okkar saman á fund, þá sem höfðu sýnt mestan áhuga. Ámundi hafði lært hjálp í viðlög- um, morse, flaggamál og fleiri skátaíþróttir. Hann var einnig for- ingi og við, sem höfðum lært hjá Ámunda og fengið merki, vorum svo, ásamt kjarnanum kringum bræðurna Ársæl og Axel, gerðir að flokksforingjum. Vorum við látn- ir hafa forsjá 8—10 drengja hver, og kenna þeim umræddar skáta- íþróttir. 1 þessum litlu skátasveit- um fengum við okkar fyrstu þjálf- un í að hafa stjórn á öðrum. Um þetta leyti tóku stóru félög- in: Fram KR og Víkingur uppá því að mynda drengjadeildir innan félaganna og stofna til keppni með þeim. Var fljótlega tekin ákvörðun um að Væringjar skyldu taka þátt í fyrsta þriðja flokks mótinu, sem haldið var í knattspyrnu hér, en það var árið 1919. 1 þetta lið vor- um við allir bræðurnir settir, Ámundi, Ólafur og ég. Það fór þannig að við Væringjar unnum þetta mót og okkur fannst mikið til um þennan sigur. Við ímynd- uðum okkur, að allur bærinn stæði á öndinni yfir þessu íþróttaafreki! Þessi sigur hafði nokkur eftirköst. Knattspyrnufélögunum líkaði þetta illa, og kvörtuðu yfir því við skáta- hreyfinguna, að hún væri farin að fara inn á svið íþróttafélaganna, Guðmundur H. Pétursson. Braut nýjar leiðir i bjálfun. og þetta gæti orðið til þess, að í- þróttafélögin hin myndu draga menn sína út úr Skátahreyfing- unni. Ákvað því stjórn Væringja að hætta þátttöku í íþróttum. Þá vorum við allt í einu orðnir eins og 11 smástjörnur á frjálsum mark- aði. Það var farið að leita til okk- ar, af því að við höfðum unnið mót, um að koma í þetta félagið eða hitt. Um okkar bræður er það að segja, að þarna toguðu í okkur frændur úr tveimur áttum. Annar var í Víkingi og átti hann tvo bræður, sem voru í kappliði þess félags. Hafði hann orð á því við okkur að það yrði stórkostlegt að sjá fimm frændur geysa fram á vellinum! Við höfðum aldrei haft sérstakan áhuga fyrir Víkingi, þetta var Miðbæjarfélag, og okkur óskylt að öðru leyti en frændsem- inni, sem ég gat um. Aftur á móti voru aðrir frændur og nátengdari í Fram, og Fram var nú okkar uppáhaldsfélag þá. Við höfðum verið í KFUM, í sunnudagaskólan- um og síðar hjá sr. Friðriki Frið- rikssyni í YD. Einsogmargiraðrir vorum við snortnir af persónuleika hans, uppeldi hans, hinu skemmti- lega félagslífi, sem hann skapaði innan KFUM-lireyfingarinnar, og þeirri fegurð sem var yfir því. Við vorum því vissulega hlynntir Val. Þó sárnaði mér þegar Ámundi kom heim og sagði frá því að Hallur Þorleifsson hefði fengið sig til að skrifa sig inn í Val. Ég var mikið undir áhrifavaldi Ámunda, Ólafur bróðir minn líka, og ekkert þýddi nú að skilja okkur að, svo við lent- um allir í Val. Úr því sem komið var, var ekki um annað að ræða en að reyna að efla það félag og standa sig þar í knattspyrnunni. Fljótlega var farið að keppa og ég held að Ólafur bróðir hafi fyrstur manna unnið það afrek á sama sumri að leika með þriðja öðrum og fyrsta flokki í keppni. Annað atvik frá þessum tíma man ég. Það var þegar Steingrímur Jónatansson einlék með knöttinn frá marki Vals, eftir endilöngum vellinum, og lék á einn eftir annan og skoraði að lokum mark! Þetta var ekki til fyrirmyndar, en það var gaman að því. Annars var einn maður, sem bar af hvað hæfileika snertir á þessum árum, og það var Ingi Þ. Gíslason. Hann var fæddur knattspyrnumað- ur. Um þetta leyti eða rétt á eftir að við byrjuðum í Val, var efnt til fyrsta drengjamótsins í frjálsum íþróttum. Þar tók Ingi þátt í 80 m hlaupi, þar voru fleiri Valsmenn, sem taldir voru mjög sprettharðir, en þegar Ingi var kominn fram- fyrir miðju, leit hann til baka, til þess að athuga hvort hann væri nú einn að puða þetta, hann virtist ekki verða var við hina! Þegar hann kom svo að snúrunni vildi hann ekki slíta hana, eins og hlaup- ara er siður, heldur beygði hann sig undir hana. Þetta var met, og það liðu nokkur ár þangað til að það var slegið, þótt svona væri far- ið að. Valur tók einnig þátt í fyrsta víðavangshlaupi drengja, Drengja- hlaupi Ármanns, og áttum við þar fyrsta mann, sem var Jóhann heit- inn Sæmundsson, síðar prófessor. Þessi sigur kom á óvart og var KR-ingum mikil vonbrigði, því all- ir töldu Sigurð heitinn Jafetsson öruggan, en hann varð þriðji. Jón Oddgeir kom annar í mark, alls- óþreyttur, tók lokasprettinn of seint. — Eitthvað mun Valur hafa tekið frekar þátt í hlaupum þess- um, þó ég muni það ekki vel. Eitt hlaup a. m. k. átti eftir að hafa heillarík áhrif fyrir fé- lög okkar. Ulfar Þórðarson segir, að hann hafi ekkert verið farinn að hugsa um Val þegar ég kom til hans og spurði hvort hann vildi ekki keppa í hlaupi fyrir Val. Jú, vitanlega, sagði Ulfar snarlega, og hann stóð sig með prýði. Síðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.