Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 60

Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 60
58 VALUR „ÞETTA HEFIR VERIÐ MÍN MAGAPÍNA" Viðtal við Þórarin Eyþórsson Þórarinn Eyþórsson: Eldsálin í hand- knattleik Vals. „Þetta hefur verið minn höfuð- verlcur og gleði.“ Þau tíðindi gerðust á aðalfundi Handknattleiksdeildarinnar í Val, að Þórarinn Eyþórsson lét af for- mennsku í deildinni. Þegar Þórar- inn tók þetta að sér fyrir þremur árum lét hann þau orð falla við Valsblaðið, „að þeir hafa víst verið í miklum vandræðum að kjósa mig í þetta." Hvort Þórarni hefur þarna ratazt satt á munn eða ekki, er það staðreynd að hann hefur verið eldsálin í deildinni, ekki að- eins sem vinsæll og sívakandi stjórnandi, heldur hefur hann ann- azt þjálfun margra flokka. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, og er það kunnara Vals- fólki, en frá þurfi að segja. Þó Þórarinn hafi „tekið sér frí“ um stundarsakir frá stjórnarstörfum fyrir deildina, verður hann áfram aðalþ j álf ari handknattleiksfólks- ins, og ekki er að efa að hann verður þeim sem við taka til ráðu- neytis, ef þess er óskað. f tilefni af þessari breytingu á störfum Þórarins, átti Valsblaðið stutt samtal við hann um þennan liðna tíma, svo og hvað, að hans áliti væri um framtíð handknatt- leiksins í Val að segja. Hefur þetta verið skemmtilegt timabil, Þórarinn? Já, það hefur verið verulega skemmtilegt að vinna við þetta. Ég hefi eignazt góða félaga, sem ég hefði ekki annars kynnzt. Mér hef- ur fundizt samstarfið við þá skemmtilegt í alla staði. Það hefur einkennzt af því, að það hefur ver- ið okkar sameiginlega áhugamál. Ert þú ánægður með árangur- inn? Það má segja að ég sé ánægður, en þó ekki að öllu leyti. Eg hef orðið fyrir svolitlum vonbrigðum, að því leyti, meistaraflokkurinn sérstaklega á til að sýna misjafna leiki og leikkafla. Mér finnst eins og það vanti í þá vissa karl- mennsku, sem nauðsynleg er þeg- ar móti blæs. Það er eins og þeir eigi erfitt með að þjappa sér sam- an þegar mest liggur við, og eins og að enginn geti tekið í því for- ustu úti á vellinum. Þessir piltar ráða allir yfir mikilli leikni með knöttinn, og eru yfirleitt í góðri þjálfun, því þeir hafa alltaf mætt vel á æfingar og tekið þær alvar- lega. Samt er þetta nú minn höfuð- verkur, og það sem hvílir mest á mér núna. Ég hélt í fyrra og vonaði að þeir hefðu slitið „barnsskónum,“ en þetta kemur víst ekki allt í einu, það þarf sinn tíma. Annað er líka, sem ég hef á- hyggjur af og það er það, að mér finnst eins og þeir átti sig ekki nógu margir í einu á því sem er að gerast í leiknum, ef til vill 2 eða 3, en ekki allir 6 sem leika frammi, en í flokksleik verða allir að leika með, þó þeir hafi ekki knöttinn og geri ekki ráð fyrir að fá hann strax. Þeir verða að hugsa, og með hugsaðri hreyfingu getur samherj- inn gefið öðrum hugmyndir um framvindu leiksins á jákvæðan hátt. Eins og ég sagði áðan, hafa þeir allir svo mikla leikni, að það ætti að vera þeim leikur einn að hugsa rökrétt. Þá mundi þeim not- azt mun betur að kunnáttu sinni og þjálfun. Vera kann að ekki hafi verið lögð nóg rækt við skipulag leiks- ins meðan þeir voru í yngri flokk- unum. Líka getur verið að þetta stafi af hinu stóra gólfi í Laugar- dalshöllinni, en ég vona að þetta lagist með fleiri leikjum og æfing- um í sjálfri keppnishöllinni í Laugardal. Hefur þú verið strangur þjálf- ari? Ekki mundi ég segja það, ég hef reynt að ná vinsamlegu sambandi við fólkið án þess að beita hörku. Ég hef reynt að ná tökum með vinsamlegu viðmóti, og reynt að beita svolítilli sálfræði, kynnast fólkinu, hverjum einum og komast að því hvað á við einstaklinginn, hvern og einn. Með því að fara úr stjórninni er ég að vona að ég geti meir einbeitt mér að þjálfun- inni. Ég hef farið á nokkur þjálfara- námskeið erlendis, og t.d. í Vejle í Danmörku var það kennt hvernig maður á að beita röddinni við kennsluna, til þess að ná eftirtekt fólksins. Það verður því að slá á ýmsa strengi til þess að fá réttan tón. Ég er mjög ánægður með það fólk, sem verið hefur með mér í stjórn deildarinnar frá því ég byrjaði þar, og hefði ekki getað verið heppnari. Ég þakka einnig þeim eldri fyrir góð ráð og upp- örvandi orð, sem mér reyndust vel og ég mat mikils, þó maður ætti stundum erfitt með að taka gagn- rýni, og meta hana. Mín skoðun er sú að maður hafi aldrei verið svo lengi í starfi að maður geti ekki lagt eyrun við og hlustað á ráð annarra. Ert þú bjartsýnn með hand- knattleikinn í Val? Vissulega er ég bjartsýnn hvað snertir framtíð handknattleiks- manna í Val í dag. Þar er mikið af ungu og efnilegu fólki, ef það æfir og heldur saman. En ég legg áherzlu á það að Valur sleppi ekki þeim tækifærum, sem bjóðast til að mennta leiðbeinendur sína, með því að senda þá á námskeið er- lendis. í því skyni þurfum við að vera sjálfum okkur nógir. Ég vil benda á að ég tel það mikið per- sónulegt happ að hafa farið á þjálfaranámskeið erlendis, og ég endurtek að Valur þurfi að koma fleirum á slík námskeið. Hvað með fjárhaginn? Fjárhagslega erum við heldur illa settir, fáum heldur lítið í ár- gjöld, en æfingagjöldin standa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.