Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 55
VALUR
53
Sigurður Ólafsson:
ÆVINTf RIÐ Á WEMBLEY
Hinn gamli góði knattspyrnu-
maður Vals, Sigurður Ólafsson,brá
sér til þess að sjá úrslitaleiki
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu. I tilefni þess fór Valsblað-
ið þess á leit við hann, að hann
segði lesendum blaðsins frá því,
sem fyrir augu og eyru bar, ekki
aðeins því sem gerðist úti á vellin-
um, en alveg eins því sem blöðin
skrifuðu, fólkið sagði um leikmenn
og leiki, mismunandi leikaðferðir
liða, og ýmislegu öðru frá þessari
miklu heimskeppni.
Tók Sigurður þessu vel, og fer
það hér á eftir:
Eg kom til Lundúna 19. júlí, en
þá var keppnin í fullum gangi, og
enn óljóst um úrslit. Eins og við
mátti búast af Bretum, snérist
mikið um keppni þessa í blöðum og
sjónvarpi. Áhorfendur hvaðanæva
að komu til að fylgjast með, svo
keppnin setti talsverðan svip á hið
daglega líf. Búðargluggar voru
víða skreyttir með myndum af lið-
um hinna ýmsu landa og einstök-
um leikmönnum. Allskonar minja-
gripir voru í fjölbreyttu úrvali.
Mér virtist að Bretarnir væru
aldrei í vafa um, að þeir myndu
sigra að lokum, þrátt fyrir heldur
slaka byrjun. Spui’ningin var um
það, hver yrði lokamótherjinn. —
Fljótt kom á daginn, að Suður-
Ameríkuliðin voru ekki eins sterk
og búizt hafði berið við og kom þá
helzt til greina: V-Þýzkaland,
Portúgal, Rússland, Ungverjaland
og Italía. Um þetta var bollalagt
endalaust í blöðum og sjónvarpi.
Um skipan liðs Breta, þegar hér
var komið sögu, var ekki mikið
rætt, en þjálfarinn, Alf Ramsey,
hafði þar um alræðisvald, en hann
er maður fámáll, en talinn hugsa
því meir.
Að vísu var mikið rætt um tvo
leikmenn, þá Greaves og Stiles. Sá
fyrrnefndi hafði leikið í fyrstu
leikjunum og meiðzt, og nú var
spurningin um, hvort setja ætti
hann aftur í liðið. Þetta varð hálf-
gert tilfinningamál og virtist eng-
um óviðkomandi. Mörgum fannst
sárt að jafngóður leikmaður skyldi
þurfa að vera áhorfandi vegna ó-
happsins, en á hinn bóginn hafði
staðgengill hans leikið með ágæt-
um, og skorað þýðingarmikil
mörk. Hinn maðurinn, Nobby
Stiles, var annálaður hörkukarl,
þótt lítill sé. Hann hafði verið
„bókaður" í fyrri leikjum og þótti
því ýmsum að óvarlegt væri að
láta hann leika, þegar í úrslit væri
komið, vegna hættu á, að hann
yrði rekinn útaf fyrir brot, en slíkt
gat auðvitað haft mjög alvarlegar
afleiðingar. Nú, endirinn á þessu
varð sá, að Greaves lék með, en
Stiles lék alla leikina og stóð sig
mjög vel, enda átti hann samúð
áhorfenda greinilega að fagna.
Hann hafði annars dálítinn skrýt-
inn vana. I hvert skipti er leik-
menn voru að hita sig upp fyrir
leikinn, tók hann sig út úr, hljóp
út með annarri hliðarlínunni (ein-
mitt fyrir framan þar sem ég sat),
tók þar nokkra spretti fram og
aftur, lagðist síðan niður á annað
hnéð og endurreimaði skóna. Þetta
endurtók hann fyrir hvern leik, og
fékk raunar mikið klapp fyrir.
I sjónvarpinu voru á kvöldin
sýndir kaflar úr leikj um þeim, sem
fram fóru þann daginn, og á eftir
voru umræður um leikina og horf-
urnar. Þarna voru mættir ýmsir
frægir knattspyrnumenn, svo sem
Billy Wright og Joe Mercer. Það
var mjög gaman og fróðlegt að
hlusta á þessar umræður, og heyra
álit þeirra um leiki og leikaðferðir
og einstaka menn. Ramsey þjálfari
var þar einnig. Þar varð honum á
eftir leik Englendinga og Argen-
tínu að líkja Suður-Ameríkumönn-
um við ,,animals.“ Þótti ýmsum
þetta nokkuð harður dómur af
jafn orðvörum manni og Ramsey
var. Var þessu slegið upp með
stórum fyrirsögnum í blöðunum.
Annars naut Ramsey trausts allra
og varð einskonar þjóðhetja eftir
sigurinn.
ÞRENGSLI — SÖNGUR
BIÐRAÐIR.
Það mátti víða sjá biðraðir við
farartæki, sem fluttu áhorfendur
út að Wembley. Neðanjarðarbraut-
irnar, sem mest voru notaðar, voru
stundum meira en yfirfullar, og
mér þótti nóg um þegar ungir
menn komu og tóku taki á járn-
slám, sem voru yfir dyrum og ýttu
öllum hópnum saman, og á þann
Ef æft er af kappi, og eining er góð,
þá upphlaupin reynast svo létt.
Þó versnar enn ástand hjá óvinasveit,
þegar Ingvar er kominn á sprett.
Og andstæðingarnir eiga’ ekki „séns“,
en elta sem hvolpar sín skott.
Og Bergsteinn liann leikur svo „brillering“ telst,
já, — hara að skapið sé gott.
Og svo koma Valsdrengir vellinum af,
og vinir þeim fagna um sinn.
En foringinn Björn kallar brosandi’ og sæll:
— „Þetta er blessaður hópurinn minn“.
Saman-hnoðað af Sigga Mar.