Valsblaðið - 24.12.1966, Page 30
28
VALUR
flugvélin elt þá með skothríð. Þeg-
ar við komum á staðinn, greip mig
fyrst örvilnun að sjá þarna dauða
og særða menn liggjandi dreift um
svæðið. Þarna reyndust vera 24
dánir og 78 særðir, sem lágu í
blóði sínu. Ægileg hugsun leitaði
á mig. Hvar á ég að byrja, að
hverjum á ég fyrst að snúa mér?
Þá sé ég að þar er Hartvig Han-
sen, starfandi læknir í bænum,
hann hafði komið fyrstur á stað-
inn og var byrjaður að gefa hin-
um særðu sprautur til að lina þján-
ingar þeirra. Þá varð mér að orði:
Guði sé lof, Hansen hefur ekki
gleymt morfíninu, eins og við hin
höfðum gert. Við skiptum svo með
okkur verkum þannig, að hann sá
um sprauturnar, en við frá hæl-
inu sáum um undirbindingar, og
upp frá því unnum við markvisst.
Erfitt var þó við svona aðstæður
að gera sér ljóst hvar þörfin væri
mest. Brátt fóru sjúkrabílar að
koma og flytja hina særðu á
sjúkrahús, og á hælinu, sem ég
vann, fylltum við alla ganga, og
reyndum að koma öllu sem bezt
fyrir. Þarna var að verki ensk
flugvél, sem hafði af misgáningi
ráðist á venjulega farþegalest.
Á enga af þessum atburðum var
minnst einu orði í blöðunum.
„Sigrar lítilsvirrti ef iélagsandinn
er rlcki góSnr."
Telur þú íþróttir og félagsstörf
æskilega tómstundaiöju?
Ég tel íþróttir mjög æskilega
tómstundaiðju fólks á öllum aldri,
og ekki sízt á æskuárum. Skyn-
samleg íþróttaiðkun er hverjum
manni heilsubót, hún eykur vellíð-
an og styrkir eins og kunnugt er
hjarta, lungu og vöðva, og eykur
þannig hreysti og þol manna, mýkt
í hreyfingum og snarræði. fþrótta-
iðkunum fylgir oft einnig áhugi
fyrir útivist, og hollu lofti, og
heilbrigðu iíferni. Þessar íþrótta-
iðkanir eru þeim mun mikilvægari
fyrir þjóðina, sem að fleiri vinna
starf, sem ekki er líkamlegt erfiði,
hafa innisetur, og hreyfa sig lítið.
Ennfremur því meir sem verður
af óhollu skemmtanalífi, sælgætis-
áti, vindlingareykingum og á-
fengisnotkun.
Ég vil einnig benda á að félags-
starfið í íþróttafélögunum þroskar
einstaklingana, þ.e.a.s. ef sam-
vinna, samheldni og félagsandi er
góður. Þeir eru án efa margir, sem
minnast með þakklæti verðmæta,
sem þeir hafa öðlazt við störf í
íþróttafélögum, þroska sem þeir
hefðu ef til vill ella ekki fengið á
annan hátt. Samskipti manna í
íþróttalífinu innan eigin félags og
við menn úr öðrum félögum, eru
með sérstökum hætti. Margir á
mínum aldri munu kannast við, að
þeir hafi í æsku eignazt vini, sem
ekki gleymast og sem heldur ekki
má gleyma.
Auk þess verður eftir sjór af
minningum og sem betur fer lifa
þær skemmtilegu lengur en hinar.
Hinsvegar vildi ég segja, að ef
ekki er góð samvinna og vinsam-
legur andi, á félagslífið ekki rétt
á sér. Rígur, ósætti, bolabrögð og
afbrýðisemi eyðileggja ekki aðeins
sjálft félagslífið, heldur spillir það
einnig einstaklingnum. Sama er að
segja um óreglu og óhollt félags-
líf. Sigrar eru lítilsvirði ef félags-
andinn er ekki góður eða ef dreng-
lyndi er ekki ríkjandi og karl-
mennska til að taka sigrum og ó-
sigrum, svo sem vera ber. Já, jafn-
vel óréttlæti, eins og alltaf getur
hent á leikvelli. Vinna þarf að
samheldni, nánum kunningsskap,
og helzt vináttu með þeim félags-
mönnum, sem saman þurfa að
vinna, finna málefni eða takmark,
sem þeir fá áhuga fyrir og vilja
gefa eitthvað af sjálfum sér til að
ná, þ.e.a.s. að leggja sameiginlega
fram vinnu í því skyni, og vænta
ekki, að aðrir rétti það upp í hend-
urnar. Þetta er sennilega öllum
ljóst og eins að það er auðveldara
sagt en gert. En ef ég skil hlutina
rétt, þá þarf að efla aga og reglu-
semi innan íþróttahreyfingarinn-
ar.
Ert þú ánægður með þá stefnu,
sem félagsmál Vals tóku, er þú lézt
af störfum fyrir félagið?
Ég fór beint frá störfum í Val
og fluttist til Danmerkur og frétti
þangað um stórsigraVals, ogfregn-
ir af því, hvað Valurbaraf íknatt-
spyrnu var stolt mitt í Danmörku.
Síðan hefur margt gerzt, hvert
stórvirkið af öðru verið unnið. Fé-
lagsstarf stóraukið, margir sigrar
unnir, íþróttasvæði keypt, byggðir
þar malar og grasvellir, glæsilegt
íþróttahús byggt, og ólíkt þeim
skúr með köldum steypiböðum,
sem við í bjartsýni okkar fyrir 30-
40 árum sáum í hyllingum. Sann-
arlega hafa draumar okkar rætzt
eins og í æfintýri. Ég hefi undr-
azt og dáðst að þeirri elju og fórn-
fýsi, sem viss hópur starfandi
Valsmanna hefur sýnt. Styrkur
Vals nú er fyrst og fremst þessum
hópi að þakka. Heiðrið þessa menn
eins og þið hafið heiðrað mig. Ég
er af hjarta þakklátur fyrir þann
sóma, sem Valur hefur ætíð sýnt
mér og þó þakka ég mest trygga
vináttu gömlu félaganna.
F. H.
8Jr dagbók á skemRTBti-
ferðaskipinu „Baltika“
Á Miðjarðarhafi 2. okt. kl. 9 að
morgni:
Sigur Knattspyrnufélagsins Val-
ur í íslandsmótinu, daginn áður,
þaut eins og eldur í sinu um allt
skipið, vann Keflavík 2:1.
Fjölmargir Valsmenn og Vals-
unnendur fögnuðu sigrinum.
Hermann Hermannsson, gamal-
kunnur snillingur í marki Vals,
fékk loftskeytamann skipsins til að
fregna um úrslit í mótinu.
Baltika, 2. okt. kl. 21.
Valsmenn safnast saman í há-
tíðasal skipsins, og er skálað fyrir
sigri Vals. Var þar margt manna
samankomið, og skemmtu menn
sér hið bezta. Sungnir voru Vals-
söngvar, og Hermann Hermanns-
son sagði gamansögur, og var
gerður góður rómur að. Stóð sam-
kvæmið langt fram á kvöld.
Baltika, 2. okt. kl. 23.
Hermann Hermannsson gengur
meðal gesta og býður í nefið,
aldrei þessu vant.