Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 19

Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 19
VALUR 17 tómstundum, við viljum því skora á ykkur að bregðast vel við, þeg- ar leitað er aðstoðar í sambandi við hið félagslega og íþróttalega starf deildarinnar. Að lokum viljum við svo þakka sérlega skemmtilegt og árangurs- HANDKNATTLEIKUR ríkt samstarf, en samt treystum við ykkur til enn meiri átaka um hið sameiginlega áhugamál okkar, handknattleikinn í Val. Því nógur er efniviðurinn í Val hvort heldur á íþróttasviðinu eða því félagslega. Leikmenn í m.fl. karla sem enn æfa og keppa. Frá 1. okt. 1960—30. okt. 1966. 57—60 60—61 61—62 62—63 63—6i 6/f—65 65—66 Samt. Ágúst Ógmundsson 6 22 18 46 Bergur Guðnason 15 38 16 10 17 24 18 108 Bjarni Jónsson 2 2 Finnbogi Kristjánsson 1 4 24 11 40 Gunnsteinn Skúlason 8 21 18 47 Gylfi Jónsson 3 15 2 7 8 35 Hermann Gunnarsson 1 12 24 18 55 Hilmar Sigurðsson 1 1 Jón Ágústson 2 3 24 18 47 Jón Carlsson 3 12 3 18 Jón Karlsson 5 5 Jón B. Ólafsson 2 15 24 18 59 Karl H. Sigurðsson 1 1 Kristmann Óskarsson 2 10 10 22 Magnús Baldursson 6 6 Sigurður Dagsson 15 12 13 21 15 76 Sigurður Guðjónsson 6 16 21 3 46 Stefán Árnason 2 9 5 6 3 16 2 43 Stefán Bergsson 2 7 9 Stefán Sandholt 10 11 14 24 18 77 Frd 55 dra afmæli Vals I tilefni af 55 ára afmæli Vals hinn 11. maí s.l. samþykkti aðal- stjórnin að efna til gestamóttöku í félagsheimilinu að Hlíðarenda frá kl. 4—7 e. d. á afmælisdaginn. Dagana fyrir afmælið var unnið að því að lagfæra og hreinsa fé- lagssvæðið og umhverfis bygging- arnar, auk þess sem heimreiðin var rækilega endui’bætt með ofan- íburði. Þá var komið fyrir mörg- um fánastöngum framan við fé- lagsheimilið, íþróttahúsið og um- hverfis myndastyttu séra Friðriks og meðfram heimreiðinni. Snemma morguns hinn 11. maí voru svo fánar dregnir að hún, blöktu þeir tígullega í sól og sunnanvindi og vöktu athygli gesta og gangandi, sem mátti það ljóst vera að mikið stæði til þenna dag að Hlíðarenda. Margt manna kom í heimsókn til Vals til að árna félaginu heilla á merkum tímamótum, en alls komu á 3. hundrað gesta. Páll Guðnason, formaður Vals, bauð gestina velkomna með stuttu ávarpi og minntist í stórum drátt- um tilefnis þessarar heimsóknar. Þakkaði hann öllum sem komnir voru og þeim sem síðar kæmu fyr- ir það að hafa mætt og sýnt Val þannig ótvíræða vinsemd. Meðal gesta voru, auk flestra forystumanna íþróttahreyfingar- innar með forseta ISl og heiðurs- forseta í fararbroddi, borgarstjór- inn í Reykjavík og menntamála- ráðherra, blaðamenn og ýmsir af stofnendum Vals og aðrir Vals- félagar yngri og eldri. Margir tóku til máls og fluttu Val kærkomnar kveðjur og árnaðaróskir, þeirra á meðal voru: Heiðursforseti ISÍ, Benedikt G. Waage, og forseti þess, Gísli Halldórsson, formaður KSl, Björgvin Schram, formaður KR Einar Sæmundsson, sem færði Val sameiginlega gjöf frá íþrótta- félögunum í Reykjavík, Jakob Haf- stein fyrrv. formaður ÍR og minntist þess, að faðir hans, Júlíus Hafstein bæjarfógeti, var fyrsti þjálfari Vals, og afhenti hann skeyti, sem séra Friðrik sendi for- eldrum hans á brúðkaupsdegi þeirra. Þá flutti Frímann Helgason, form. fulltrúaráðsins, stutt ávarp og kveðju frá ráðinu og afhenti peningaupphæð frá því, sem nota á í sambandi við þjálfunarkostinn. Þá voru eftirtaldir félagar sæmdir merki Vals í silfri og gulli. Silfurmerki hlutu: Ægir Ferdín- andsson, Friðjón Friðjónsson, Árni Njálsson, Björn Carlsson, Þórarinn Eyþórsson, Elías Her- geirsson, Jón Kristjánsson, Þor- steinn Friðþjófsson, Ingi Eyvinds, Óskar Einarsson, Bergur Guðna- son, Stefán Árnason, Sigríður Sig- urðardóttir, Erla Magnúsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Snorri Jóns- son, Pétur Antonsson, örn Ing- ólfsson. Gullmerki hlutu: Hrólfur Bene- diktsson, Gunnar Vagnsson, Páll Guðnason, Einar Björnsson, Hólm- geir Jónsson, Guðmundur Ingi- mundarson, Agnar Breiðfjörð, Valgeir Ársælsson, Þórður Þor- kelsson, Friðjón Guðbjörnsson, Albert Guðmundsson. Rausnarlegar veitingar voru framreiddar undir stjórn húsráð- enda, þeirra Ingvars og frú Guð- laugar og undu gestir sér vel í dýrðlegum fagnaði. En móttök- unum lauk eins og fyrr segir kl. 7 um kvöldið. E. B. Einar Björnsson: Ávarp flutt á árshátíð Vals 4. apríl 1966. Góðir gestir og félagar. Árið 1911 er vissulega merki- legt ár, sem markar í mörgu til- liti gagnmerk spor í sögu frelsis- sókn vorrar fámennu þjóðar, óafmáanleg spor, framkvæmdir, sem hún hefur búið að fram á þenna dag og verið snar þáttur í allri hennar menningarsókn. Má þar fyrst og fremst minna á stofnun Háskólans, sem þetta ár, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, var settur í fyi'sta sinn og hefur

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.