Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 8

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 8
6 VALUR U. fl. B. Fyrir framan f. v.: Ragnar Ragnarsson, Helgi Björgvinsson, Ólafur Guð- jónsson, Helgi Benedilctsson, Stefán Sigurðsson. Aftari röð: Róbert Jónsson, Gústaf Níelsson, Þórður Hilmarsson, Robert Eyjólfsson, Reynir Vignir, Sævar Guðjónsson, Hörður Árnason og Stefán Sandholt. Fulltrúar. Skipaðir eru eftirtaldir menn, fulltrúar félagsins: A) K.R.R.: aðalfulltrúi: Einar Björnsson varafulltrúi: Friðjón Frið- j ónsson B) Mótanefnd eldri flokka: aðalfulltrúi: Guðmundur Ingi- mundarson C) Mótanefnd yngri flokka: aðalfulltrúi: Stefán Hallgríms- son varafulltrúi: Ragnar Guð- mundsson. Verða birtir hér nokkrir kaflar orðrétt úr skýrslunni. Æfingar og þjálfun. Nú var stjórnin betur sett en á undanförnum árum, því eins og getið var um í síðustu ársskýrslu deildarinnar, var búið að ráða þjálfara fyrir alla flokka frá 1. nóv. 1965. Óla B. Jónsson fyrir Meistara- og 2. flokk, Róbert Jóns- son fyrir 3. og 4. flokk og Lárus Loftsson fyrir 5. flokk. Síðar á árinu bættust þeir Stefán Sand- holt og Halldór Einarsson í hóp- inn. Stefán aðstoðaði Róbert og Halldór Lárus, en því skal bætt hér við, að óhjákvæmilegt er að 3 menn þjálfi 5. flokk, í það minnsta þar til drengirnir fara í sveit eða burt úr bænum á sumr- in, því það kom fyrir í sumar, að mættir voru 150—160 drengir á æfingu í einu. Meistaraflokksmenn komu til skiptis á æfingarnar hjá 4. flokki í vetur, einn hverju sinni, og hef ég það eftir þeim sjálfum, að þetta hafi verið mjög skemmti- legt og án efa hafa drengirnir not- ið þessa. Æfingasókn í vetur og sumar hjá Meistara og 1. fl. var mjög góð og árangurinn eftir því og sama var hjá yngri flokkunum. Afmsdisleikurinn. I tilefni afmælis félagsins var ákveðið að hafa afmælisleik á sumrinu, og þá helzt í maí eða sem næst afmælisdeginum. Það var leitað til KRR um úthlutun á leik- degi, og var það auðsótt, og ákveð- inn dagurinn 26. maí. — Við lögð- um mikla áherzlu á, að leikurinn færi fram á Laugardalsvellinum og töldum að það yrði mun skemmtilegra og betur færi um áhorfendur þar, og var því ákveð- ið í samráði við vallarstjóra að leikið yrði á Laugardalsvelli. Nú varð að ráða fram úr þvíviðhverja ætti að leika og þá skaut þeirri hugmynd upp, að leita til íþrótta- fréttaritara dagblaðanna í Reykja- vík og fá þá til þess að velja lið, sem bæri heitið „Urval íþrótta- fréttaritara". Við boðuðum þá til fundar með okkur stj órnarmönn- um og var málið auðsótt og lið- sinntu þeir okkur á ýmsan hátt og bera að þakka þá ágætu fyrir- greiðslu. Leikurinn fór fram um- ræddan dag, veðrið var ákjósan- legt, áhorfendur fjölmargir og leik- urinn mjög skemmtilegur. Lauk leiknum með sigri úrvals- ins 6:4. Það skeði í þessum leik, að Úrvalsliðið náði mjög vel sam- an í samleik. — Valsmenn léku einn sinn bezta leik á sumrinu. Að leik loknum var boðið til kaffi- drykkju að Hlíðarenda. Árangur hinna ýmsu flokka. Fyrir þá mörgu Valsmenn, sem gaman hafa af því að fylgjast með árangri hinna ýmsu flokka félags- ins, en hafa ekki aðstöðu til að sjá alla leiki, verður hér birtur listi yfir einstök mót, þar sem í fáum orðum og tölum segir frá frammi- stöðu Vals í mótinu í hverjum flokki, eins og skýrslan segir frá því. Meistaraflokkur: Reykjavíkurmót: Valur í öðru sæti, skoraði 11 mörk gegn 2, hlaut 6 stig. Islandsmót: Valur Islandsmeist- ari, skoraði 24 mörk gegn 15, hlaut 14 stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.