Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Blaðsíða 101
ALMANAK 1911.
81
hat't peningana niður i skrifborðsskúffunni sinni — lielði
hann bara viljað gera lítilfjörlega bón mína,’' hugsaði
munaðarlausi skólapilturinn á eftir. — ,>Og þó sagði eg
honum alt, hvernig á stóð fyrir mér, og hvað eg ætti bágt”.
Svo reyndi hann við ,,kunningja” sinn, efnaðan verzl-
unarmann, seni borðaði í sama húsi og hann. En hann
hló og sagðist skyldi gera alt fyrir hann, nenia að lána
honum peninga.
Þórarinn gekk niður aftur strætið, hryggur í huga,
mikki sárhryggari en nokkur maður vissi.
Og hann gekk fram hjá stóru steinhúsi — sem ekki
var hvitt. — Það var bankinn. Þar voru nógir pening-
ar, — nóg til að borga margar búsaleigur og 8 króna
herbergi. En þar voru eintómir bankahagsmunir eins og
rígnegldir slagbrandar fyrir dyrum mannúðarinnar.
í úthverli borgarinnar var gömul kona, sem var líka
fátæk, en hafði dregið fram lífið, í síðustu ár, með því að
selja ýmislegt af prjónafatnaði, er hún hafði unnið að, á
milli þess sem hún þvoði föt fyrir hina og þessa úr ná-
grannahúsunum. Hún átti engan náinn ástvin lifandi.
Og hún bjó í litlum klefa niður í kjallara.
Þórarinn hafði einu sinni fengið hjá henni eina sokka.
Og hún hafði liðið hann lengi um borgunina.
Nú datt honum í Inig að finna hana að máli, þó að
hann byggist reyndar ekki við því að hún gæti nú bætt úr
peningavandræðunum. Svo var það líka hálfleiðinlegt að
þurfa að vera aðbiðja bláfátæka manneskju um péningalán.
En hann fór samt heim til hennar.
Hún sat ein inni, eins og hún var oftast vön, og var
að prjóna fingravetlinga.
,,Gott kvöld, Guðrún mín! Eg er feginn að koma
hér inn í hlýindin og hvíla mig dálítð”, mælti Þórarinn.