Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Page 108
88
ÓLAFUR s. thorgeirssok:
aö alt líkamlegt líf tortímist, því stjarna þessi er hvíigló-
andi sól miljón sinnum stærri og sterkari en vor eigin sól.
í HELGREIPUM ÍSS OG DAUÐA.
Viö hinn enda sporbaugsins, eins og áöur er sagt, er
ískalt og altómt gap ginnunga.
Þegar sólin sveiflast meö alt fylgilið sitt út á yzta
enda sporbaugsins -— áöur en hún getur snúið viö og
hlýðnast segulmögnuði sinnar eigin göngu — og er fjarst
uppsprettu hitans, slokknar hún og deyr í helgreipum íss
og dauða. Svo vaknar hún aftur úr dái ásamt jörð vorri
og hinu öðru skuldaliði sínu og lífið tekur að þroskast að
nýju og dafna við aðstrevmandi hita á göngu hennar
suður. Stjörnufræðigum telst svo til, að umferðartími
sólarinnar, frá einum enda til annars á sporbaug sínum
kringum Arctúrus, sé eitt hundrað og fimmtíu þúsund ár;
og nú þegar á hinu síðasta tveggja þúsund ára tímabili,
hafa jafnt og stöðugt verið lögð merki til vaxandi hita
hvervetna í Evrópu.
ÖLD LÍFS OG DAUÐA.
Með uppgötvun áhrifanna frá Arctúrus, er varpað á-
kveðnara Ijósi yfir ísöldina og þær breytingar, er verið
hafa á landi og vatni. Hvað eftir annað hefir veröld vor
og sól og alt hennar skuldalið dansað eftir hinum langa
sporbaug kringum Arctúrus. Hvað eftir annað hefir
líf hafist og blómgast í hlýrra og hlýrra loftslagi til þess
aftur að deyja í logandi geyslabáli Arctúrus. Hvað eftir
annað hafa kynflokkar manna og konungaveldi hafizt og
strílt og barizt og náð fullkomnun — einungis til þess að
verða að engu í báli Arctúrus.
Eftir T. P.’s Weekly.
Jón Runólfsson, þýddi.