Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 21
Almattak
tJTGEFENDUR: THORGEIRSON COMPANY
Ritstjóri: RICHARD BECK.
52. ÁR. WINNIPEG 1946
Jóhann Magnús Bjarnason skáld.
(1866-1945)
Eftir Richard Beck
Fáum ritum er það skyldara heldur en Almanaki
þessu að minnast Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar skálds,
bæði vegna þess, að frá upphafi vega hefir það verið
megin-hlutverk Almanaksins að halda á lofti nafni ísl-
enzkra fmmherja og annara forgöngumanna vorra og
kvenna vestan hafs, og eigi síður vegna hins, að hann
var alla daga dyggur stuðningsmaður ritsins og lagði því
til merkilegt lesmál, sum af fegurstu æfintýrum sínum
og vandaðar og vel samdar æfiminningar.
Jóhann Magnús Bjarnason, sem andaðist 8. september
1945 að heimili sínu í Elfros í Saskatchewan, var aust-
firzkur bóndasonur, fæddur að Meðalnesi í Fellum í
Norður-Múlasýslu 24. maí 1866, og var því á áttugusta
aldursári, er hann lést. Árið 1875, þá níu ára gamall,
fluttist hann vestur um haf til Nýja Skotlands (Marklands)