Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 22
22
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
með foreldrum sínum Bjarna Andréssyni og Kristbjörgu
Magnúsdóttur, er síðast bjuggu að Fljótsbakka í Eiða-
þinghá. 0 Hafði Jóhann Magnús því dvalið full 70 ár
vestan hafs.
Fremur mátti skólaganga hans takmörkuð teljast, og
var hann því að miklu leyti maður sjálfmenntaður. Hann
gekk á alþýðuskóla í Nýja Skotlandi, og á árunum 1866-
87 stundaði hann gagnfræðaskólanám við “Callegiate”-
stofnun í Winnipeg; en af kennaraskólanum þar útskrif-
aðist hann árið 1900. Takmarkaða og slitrótta skólagöngu
bætti hann upp með miklum lestri valinna rita. Hann
var mjög víðlesinn bæði í íslenzkum og erlendum bók-
menntum, einkum enskum, eins og eðlilegt var, þar sem
hann hafði menntast í canadiskum skólum. Bera bækur
hans órækt vitni víðtækum lesb'i hans, og bréf hans
sömuleiðis; þá kom það eigi síður í ljós í samtölum við
hann, en þau hnigu löngum að bókmenntalegum efnum
og menningarlegum—sérstaklega Islandi og því, sem ísl-
enzkt var, en ekkert var honum hugstæðara.
Alþýðuskólakennsla víðsvegar í Manitoba varð æfi-
starf Jóhanns Magnúsar frá því snemma á árum og síðan
í meir en aldarfjórðung, og átti hann miklum vinsældum
að fagna í því starfi, enda bera allir nemendur hans, sem
greinarhöfundur hefir átt tal við, honum það orð, að
hann hafi verið afbragðs kennari. Hann kom til Winni-
peg vorið 1882, en flutti þaðan til Nýja Islands haustið
1889 og varð þá kennari við skólann í Árnesi. Fimm árum
seinna gerðist hann landnemi í Geysisbygðinni og var
þar búsettur í níu ár, og stundaði jafnframt skólakennslu.
Eftir það varð hann barnaskólakennari í öðrum bygðum
Islendinga í Manitoba, þangað til hann fluttist vestur til
Vancouver-borgar í British Columbia, þar sem hann
0 Um ætt Jóhanns Magnúsar lengra fram vísast til greinar
Magnúsar Sigurðssonar á Storð, “Landnám Geysisbygðar”, Alm-
anak Ó. S. Thorgeirssonar, 1932, bls. 73—76.