Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 26
26
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hverju heimsfrægu æfintýraskáldi”. (Vestan um haf, bls.
XLVIII). Þessi óvenjulega og æfintýraríka ferðasaga ísl-
enzk-ættaða drengsins úr “einni íslenzku nýlendunni í
Manitoba”, er framúrskarandi skemmtileg, auðug að
fjörugum og furðulegum frásögnum, sem svala æfintýra-
þorsta ungmenna og gefa útþrá þeirra byr undir vængi.
Er það á færi þeirra eiuna, sem gæddir eru afburða hug-
myndaflugi, að semja slíka bók; en Jóhann Magnús hafði
margsinnis áður sýnt, að hann átti þá gáfu í óvenjulega
ríkum mæli. Og í veröld draumanna, þar sem þessi saga
gerist, getur hann gefið ímyndun sinni lausan tauminn;
hún vængbrotnar þar ekki á veggjum rúms og tíma, né
brýtur lög veruleikans, eins og menn skilja það orð venju-
íega.
Jóhann Magnús vann einnig árum saman að miklu riti
og gagnmerku um islenzku nýlenduna í Nýja Skotlandi,
að ógleymdri fyrnefndri Dagbók hans, sem samin er af
fágætri sannleiksást og frábærum góðhug í garð samferða-
mannanna, og mun óhætt mega segja, að höfundurinn
hafi þar haft að mælisnúru orð skáldsins:
“Mig langar að sá enga lygi þar finni,
sem lokar að síðustu bókinni minni.”
Síðasttalin rit höfundar verða prentuð í heildarútgáfu
þeirri af ritum hans, sem Árni Bjarnarson er nú að gefa út
á Akureyri, og eru nokkur bindi hennar þegar komin út.
En þá er henni verður lokið og öll rit höfundar með þeim
hætti prentuð í einu lagi, mun almenningi verða það Ijós-
ara en áður, hversu margþætt og merkilegt bókmennta-
starf hann innti af hendi.
Hins ber þó eigi síður að geta, hve óvenjulega náið
samræmi var milli hinnar göfugu lífsskoðunar í ritum
Jóhanns Magnúsar og lífs sjálfs hans, hvorttveggja féllu
í sama farveg. Hann var, að dómi allra, sem þekktu hann,
með afbrigðum hreinlundaður maður og hjartaprúður,