Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 27
ALMANAK
27
ljúfmannlegur og hispurslaus í framgöngu, enda var hann
að sama skapi vinamargur.
Heimaþjóðin íslenzka hafði einnig að verðugu sýnt
honum virðingarvott og þakklætis með ýmsum hætti.
Ríkisstjórn Islands sæmdi hann riddarakrossi Fálkaorð-
unnar og Alþingi veitti honum skáldalaun. 1 tilefni af
sjötugsafmæli hans, 24. maí 1936, barst honum fagurt,
skrautritað ávarp, undirskrifað af fjölda merkra manna
og kvenna heima á ættjörðinni, er tjáðu honum með þeim
hætti virðingu sína og þökk fyrir langt og merkilegt bók-
mennta og menningarstarf. Hann var einnig kjörinn, svo
sem sjálfsagt var, einn af fyrstu heiðursfélögum Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi.
En eigi myndi Jóhanni Magnúsi þykja saga sín nema
hálfsögð, og gleymt fegursta hlutanum, ef hinnar ágætu
og merku konu hans, Guðrúnar Hjörleifsdóttur, væri þar
að engu getið, svo frábær förunautur hafði hún verið
honum á langri leið.° Þau voru jafnaldra, Guðrún fædd
6. nóvember 1866, giftust 1887, og var hjónaband þeúra
framúrskarandi ástúðlegt. Varð og mjög skammt á milli
þeirra hjóna, því að hún andaðist 10. ágúst 1945. Eigi
var þeim hjónum bama auðið, en fósturdóttur eina ólu
þau upp frá því að hún var fárra mánaða gömul. Hét
hún Alice Cooper að skírnarnafni, og er íslenzk í móður-
ætt, en er nú Mrs. Herbert S. Le Messurier í Vancouver,
B.C., hin mesta myndarkona.
Guðrún Hjörleifsdóttir var prýðisvel gefin kona,
skemtileg, fyndin og fjörug í tali, manni sínum samhent
og hlúði dyggilega að honum og bókmenntastarfi hans,
enda var söm nærgætnin af hans hálfu í hennar garð.
Þeim, er þetta ritar, eins og öðrum, sem áttu því láni að
fagna að kynnast þeim hjónum og heimsækja þau, mun
0 Um ætt hennar sjá fyrnefnda grein Magnúsar á Storð í
Almanakinu. 1932.