Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 27

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 27
ALMANAK 27 ljúfmannlegur og hispurslaus í framgöngu, enda var hann að sama skapi vinamargur. Heimaþjóðin íslenzka hafði einnig að verðugu sýnt honum virðingarvott og þakklætis með ýmsum hætti. Ríkisstjórn Islands sæmdi hann riddarakrossi Fálkaorð- unnar og Alþingi veitti honum skáldalaun. 1 tilefni af sjötugsafmæli hans, 24. maí 1936, barst honum fagurt, skrautritað ávarp, undirskrifað af fjölda merkra manna og kvenna heima á ættjörðinni, er tjáðu honum með þeim hætti virðingu sína og þökk fyrir langt og merkilegt bók- mennta og menningarstarf. Hann var einnig kjörinn, svo sem sjálfsagt var, einn af fyrstu heiðursfélögum Þjóð- ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. En eigi myndi Jóhanni Magnúsi þykja saga sín nema hálfsögð, og gleymt fegursta hlutanum, ef hinnar ágætu og merku konu hans, Guðrúnar Hjörleifsdóttur, væri þar að engu getið, svo frábær förunautur hafði hún verið honum á langri leið.° Þau voru jafnaldra, Guðrún fædd 6. nóvember 1866, giftust 1887, og var hjónaband þeúra framúrskarandi ástúðlegt. Varð og mjög skammt á milli þeirra hjóna, því að hún andaðist 10. ágúst 1945. Eigi var þeim hjónum bama auðið, en fósturdóttur eina ólu þau upp frá því að hún var fárra mánaða gömul. Hét hún Alice Cooper að skírnarnafni, og er íslenzk í móður- ætt, en er nú Mrs. Herbert S. Le Messurier í Vancouver, B.C., hin mesta myndarkona. Guðrún Hjörleifsdóttir var prýðisvel gefin kona, skemtileg, fyndin og fjörug í tali, manni sínum samhent og hlúði dyggilega að honum og bókmenntastarfi hans, enda var söm nærgætnin af hans hálfu í hennar garð. Þeim, er þetta ritar, eins og öðrum, sem áttu því láni að fagna að kynnast þeim hjónum og heimsækja þau, mun 0 Um ætt hennar sjá fyrnefnda grein Magnúsar á Storð í Almanakinu. 1932.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.