Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 41
ALMANAK
41
með hann til Ameríku og settist að í Mountain, N. Dak-
ota. Tvítugur fór hann til Canada og vann á bóndabæj-
um. Árið 1913 fór hann með mági sínum tilvonandi,
Sveini Oddssyni (f. 14. jan. 1884), og sr. Jakob Lárussyni,
síðar presti í Holti undir Eyjafjöllum, heim til Islands
með fyrsta bílinn, sem þangað var fluttur, en það var
Ford-bíll. 1) Þeb Jón og Sveinn óku þessum bíl heilt ár
í ferðum um Reykjavík og nágrenni, og að því ári liðnu
fluttu þeir inn annan Ford-bíl og seldu hann þegar. En
brátt fór Overland-félagið að keppa við þá og flytja inn
bíla. Sveinn hvarf eftir tvö ár til Ameríku, en Jón varð
eftir heima, leigði út bíla og rak viðgerðaverkstæði. Hann
kenndi líka akstur öllum þeim, er keyptu hina fyrstu bíla.
Þegar hann fór aftur til Ameríku 1922 voru um 60 bílar
á Islandi.
I Reykjavík kvæntist Jón Kristrúnu Oddsdóttur (f. 29.
júní 1894), dóttur Odds Tómassonar og Kristbjargar
Björnsdóttur í Reykjavík. Fóru þau hjónin vestur um haf
1922 með þrjú böm og settust að í Arlington, Virginia,
skammt frá Washington, D.C. Eftir að þau komu vestur
hafa þau átt þrjú börn í viðbót.
Synimir þrír gengu allir í herinn á stríðsárunum. Sig-
urbjörn Oddur (f. 15. ágúst 1917) og Sigmundur Frið-
finnur (f. 5. september 1918) fóm í landherinn, en yngsti
sonurinn Thomas Arnfjord (f. 24. júlí 1923) í sjóherinn
(landgöngumaður). Hann var settur niður í Cedar Point,
Md. Margrét Elísabet, elzta dóttirin (f. 27. desember
1915) er gift Ameríkumanni, og búa þau í Virginia. Yngri
systurnar tvær: Sigríður Sóbún (f. 18. apríl 1929) og Lena
Kristín f. 16. júlí 1933) voru enn í skóla þegar þetta var
ritað.
1) Vera má að það sé rétt, að þetta hafi verið fyrsti bíllinn sem
fluttur var vestan um haf til íslands. En fyrsti bíllinn sem til Isl-
ands kom var fluttur inn 1904 af D. Thomsen konsúl; hafði Alþingi
veitt honum 2000 kr. styrk til að gera tilraunir með hann. Sjá
Þorkell Þ. Klementz, “Bifreiðar,” Eimreiðin 1905, II: 109-126.