Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Síða 59
V?> V
GUÐRÚN VALGERÐUR SIGURÐSON
Eftir G. J. Oleson.
Það var vorið, 1894, að við fluttum úr Argyle bygð-
inni norður í Hólabygðina, fyrir norð-austan Glenboro.
Nytilegt land var þá að mestu upptekið á þeim slóðum.
En faðir minn settist að á óteknu landi þar í óbygðinni,
suð-austast í bygðinni og bygði þar frumbýlings hús.
Var það rétt við aðalveginn, sem í þá daga lá sunnan úr
Austur hluta Argvle bvðarinnar, norður í íslenzku bygð-
ina í Hólunum, og kom það ekki allsjaldan fyrir, að ísl-
endingar, sem fóru um veginn, komu við hjá okkur.
Þótti okkur æfinlega vænt um það, þegar gestir komu.
Þó eg væri þá ungur, er mér alltaf í ferzku minni mæðgur
tvær, sem komu til okkar, oftar en einu sinni. Stuttu eftir
að við vorum sest þarna að, voru þær að heimsækja kunn-
ingja sina þar norður í bygðinni, man eg eftir, að þær
komu inn hjá okkur og fengu kaffi. Þær voru sérlega
frjálsar og glaðlegar, og skrafaði eldra fólkið saman um
heima og geyma, en við börnin, sátum og hlustuðum á.
Nutum við jafnan góðs af er gestir komu .Þessar mæðgur
áttu heima í Austur-hluta Argyle bygðarinnar. Gamla
konan, sem þá var enn á bezta aldri, hét Guðný Einars-
dóttir, 1) og var kona, Björns Bjömssonar, bónda á Gras-
hóli í Argyle bygð. Var hún ættuð úr Þingeyjarsýslu.
En Björn var fæddur á Sæunnarstöðum í HaÚárdal í
Húna-Þingi. Vestur fluttust þau frá Grashóli á Melrakka-
1) Fullu nafni hét hún, Guðný Vilhelmina. Hún dó í Argyle
bygðinni 62 ára í janúar 1917.