Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Síða 69
ALMANAK
69
ræknisfélagsins, við mikla aðsókn. Síðar á vetrinum söng
hann og las upp “Óðinn til ársins 1944” á ýmsum öðrum
stöðum meðal landa sinna við hinar bestu undirtektir
áheyrenda.
Des.—Um þær mundir kom út 30. bindi hins gagn-
merka og fjölþætta ritsafns “Islandica”, sem dr. Halldór
Hermannsson, prófessor í norrænum fræðum við Cornell
háskóla í Ithaca, New York, hefir samið og gefið út frá
byrjun. Hafði umrætt afmælisbindi safnsins inni að halda
nákvæma textaútgáfu af frumritunum um Vínlandsferð-
imar.
-1945-
6. jan.—Dr. Stefán Einarsson skipaður prófessor í
norrænum fræðum við John Hopkins háskólann í Balti-
more, en hann var áður prófessor í fom-ensku við þann
háskóla.
10. jan.—Miss Agnes Sigurdson píanóleikari efndi til
hljómleika í sönghöll Winnipeg-borgai', við prýðilega að-
sókn og óvenjulega hrifningu tilheyrenda.
11. jan.—Blaðafregn skýrir frá því, að prófessor Svein-
björn Johnson, hafi látið af prófessors embætti í lögum
við ríkisháskólann í Illinois og hafið málafærslu-störf í
Chicago.
26.-28. febr.—Tuttugasta og sjötta ársþing Þjóðrækn-
isfélags Islendinga í Vesturheimi haldið í Winnipeg við
mikla aðsókn. Heiðursgestir þingsins og aðalræðumenn
vom þeir dr. Ilelgi P. Briem, aðalræðismaður Islands i
New York, er flutti kveðjur frá forseta Islands og ríkis-
stjóm, og Árni G. Eylands framkvæmdastjóri, forseti
Þjóðræknisfélagsins á íslandi, er flutti sérstakar kveðjur
frá forsætisráðherra Islands, Ólafi Thors, og af hálfu fél-
ags síns. Dr. Richard Beck var endurkosinn forseti fél-
agsins og Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri var einnig end-
urkosinn ritstjóri “Tímarits” þess á fundi stjómamefndar
að þingi loknu. 1 sambandi við þingið var einnig minnst