Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Qupperneq 82
82
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og Rósa kona hans, nú í Wynyardbyggð í Sask., bæði ættuð úr
Skagafirði.
17. John Johnson, í Ivanhoe, Minn., sunur Ólafs Jónssonar frá Döl-
um í Fáskrúðsfirði, landnema; 61 árs að aldri.
OKTÓBER 1944
5. Jón Sigurðsson, í Cornwallis, Nova Scotia (var í sjólier Canada
og hafði verið við æfingar þar í borg). Fæddur 21. jan. 1924,
sonur Jóns Sigurðssonar (látinn) frumherja og póstafgreiðslu-
manns í Víðisbyggð í Manitoba, og Sigrúnar konu hans, nú
búsett í Selkirk, Man.
17. Valdimar Skarpheðinn (Walter Sharp) Bardarson, hótelstjóri,
í Berkeley, Cal. Fæddur í Sept. 1877 að Jöfra í Kolbeinsstaða-
hreppi í Mýrasýslu. Foreldrar: Sigurður Bárðarson homopati
og fyrri kona hans Ingiríður Eiríksdóttir. Fluttist vestur um haf
til Winnipeg 11 ára gamall. Víðförull mjög og hafði verið
við hótelstörf og hótelstjórn á kunnum gistihúsum í Canada,
Bandaríkjunum og Austurlöndum.
NÓVEMBER 1944
13. Valgerður Þorsteinsdóttir Neilson, að heimili dóttur sinnar,
Mrs. Clifford Anderson i Winnipeg. Fædd að Klausturhólakoti
í Grímsnesi 4. júní 1861. Foreldrar: Þorsteinn Eiríksson og
Guðbjörg Vigfúsdóttir, er um eitt skeið bjuggu á Reykjum á
Skeiðum. Fluttist til Winnipeg með manni sinum, Carl G.
Neilson, árið 1910.
22. Gíslína Elenora Thompson, kona Guðmundar J. Thompson, að
heimili foreldra sinna, Guðmundar og Sigrúnar Gíslason, á
Gilsbakka í Geysisbyggð í Manitoba, en þar var hún fædd
21. apríl 1915.
22. Asgar Sveistrup, landnámsmaður í íslenzku byggðinni við Vog-
ar, Man. Fæddur í Kaupmannahöfn 29. sept. 1867. Foreldrar:
Randolf Emil Sveistrup, foringi í sjóher Dana, og Thora Vil-
helmina, fædd Hanson. Fluttist til Islands laust eftir 1890 og
var um hríð verzlunarstjóri í Ólafsvík. Kom til Vesturheims
með konu sinni, Ólínu Tjörfadóttur (systurdóttur Torfa Bjarna-
sonar skólastjóra), aldamótaárið.
DESEMBER 1944
4. Jón Einarsson Vestdal, einn af fyrstu landnemum í Álftavatns-
byggð, í Winnipeg. Fæddur 14. sept. 1863. Foreldrar: Einar
Jónsson og Sigurbjörg Ólafsdóttir á Dalhúsum í Eiðaþinghá í
Norður-Múlasýslu. Kom vestur um haf árið 1888.
7. Helgi Ásmundur Sveinsson, að heimili sínu á Lundar, Man.
Fæddur að Bjamastöðum í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu
20. nóv. 1870. Foreldrar: Sveinn Kristjánsson og fyrri kona
hans Hólmfríður Hansdóttir; fluttist ungur til Vesturheims.
9. Helgi II. Helgason, að heimili sínu í grennd við Garðar, N.