Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Síða 84
84
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
d. 1938), að heimili fósturdóttur sinnar, Simoníu Sigurðsson,
þar í byggð. Fædd 6. maí 1855 á Katastöðum í Núpasveit.
Foreldrar: Sigurður Ásmundsson og Sigurbjörg Pétursdóttir.
Kom vestur um haf með manni sínum til Argyle-byggðar 1888.
23. Thora Kristrún Einarsson, að elliheimilinu “Betel” að Gimli,
Man., ekkja Jóns Einarsson (d. 1935). Fædd að Breiðavaði í
Húnavatnssýslu 11. febr. 1869. Foreldrar: Ari Arason og Ás-
laug Jónasdóttir. Fluttist til Vesturheims með manni sínum
1902 og áttu þau lengstum heima að Gimli, Man.
25. Goðmunda Haraldsdóttir Þorsteinsson, seinni kona Þorsteins
Þ. Þorsteinsson, skálds og rithöfundar í Winnipeg, að heimili
þeirra þar í borg. Fædd 31. maí 1885 að Enni i Hofshreppi í
Skagafjarðarsýslu, þar sem foreldrar hennar, Haraldur stein-
smiður Sigurðsson og Sigríður Markúsdóttir, þjuggu þá. Flutt-
ist vestur um haf til Winnipeg, með móðurbróður sínum,
Magnúsi skáldi Markússyni, sumarið 1907.
27. Byron Gilbertson (Björn Þorgilsson), í Selkirk, Man. Fæddur
18. nóv. 1862 að Rauðamel, en ólst upp þar og í Hausthúsum
í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, hjá foreldrums sínum,
Þorgils bónda þar og Jóhönnu Narfadóttur. Kom til Vestur-
heims á tvítugsaldri og átti heima í Winnipeg 40-50 ár, en
siðar í Selkirk.
27. Snjólaug Jónína Kemested (ekkja Páls Kernested, (d. 1932),
að heimili sínu í íslenzku byggðinni við The Narrows, Man.
Fædd á Ytra-Fjalli í Suður-Þingeyjarsýslu 31. mars. 1865. For-
eldrar: Jónas Jakobsson og María Sveinsdóttir. Kom vestur
um haf aldamótaárið.
27. Tryggvi Arason, landnámsmaður, að heimili sínu í grennd við
Sandy Hook, Man., 74 ára að aldri. Foreldrar: Benedikt Ara-
son frá Hamri í Laxárdal og Sigurveig Jónasdóttir, er námu
Iand í Nýja-lslandi 1877. Fluttist hann komungur með þeim
vestur um haf.
28. María Guðnason, kona Þorsteins Guðnasonar í Winnipeg, á
Grace sjúkrahúsinu þar í borg, hnigin að aldri.
28. Sigríður Mýrdal, kona Árna S. Mýrdal fræðimanns, að heimili
þeirra að Point Roberts, Wash. Fædd á Ósi í Arnarfirði 7.
sept. 1861. Foreldrar: Sigurður skipstjóri Símonarson frá Dynj-
anda í Arnarfirði og Jóhanna Daníelsdóttir. Fluttist til Amer-
íku 1887.
28. Ingiríður Goodman, kona Páls Goodman, að heimili sínu í Sel-
kirk, Man. Fædd 6. jan. 1870 að Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Foreldrar: Magnús Þor-
geirsson og Anna Jónsdóttir. Kom vestur um haf aldamótaárið.
31. Sigríður Johnson (ekkja Guðjóns Jónssonar frá Hróaldsstöðum
í Vopnafirði), í Minneota, Minn. Dóttir Sigurðar bónda Hin-
rikssonar á Brekku í Aðaldal, 82 ára.