Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 88
88
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Fótaskinni (nú Helluland) í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar: Páll Jóhannsson og Herdís Eiríksdóttir jónssonar
bónda í Litlu Tungu í Bárðardal. Kom til Ameríku 1878 með
bróður sínum Valdimar (Valda) Pálsson skáldi (d. 1939), og
hafði um langt skeið verið búsettur að Mountain, N. Dak.
MARS 1945
3. Wilhjálmur J. Hólm, á sjúkrahúsi í Bellingham, Wash. Fædd-
ur 7. okt. 1864 að Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá í Norður-
Múlasýslu. Foreldrar: Jóhannes Sveinsson og Soffía Vilhjálms-
dóttir frá Hjartarstöðum. Fluttist vestur um haf með foreldrum
sínum til Lincoln-sveitar í Minnesota 1885, en vestur á Kyrra-
hafsströnd aldamótaárið og átti lengstum heima í grennd við
Blaine, en í Marietta, Wash., síðustu árin.
14. Einar Guðmundsson, á Almenna sjúkrahúsinu í Selkirk, Man.,
73 ára að aldri. Hafði um allmörg ár verið búsettur í Mikley,
Man.
16. Stefán Vilhjálmur Einarsson, druknaði við Seymor Narrows,
B.C. Fæddur á Bólstað í Gimli-byggð, 10. júní 1898. Foreldr-
ar: Sigurður Einarsson Einarssonar, ættaður úr Þingeyjarsýslu,
landnámsmaður í grennd við Gimli (látinn fyrir nokkru), og
María Jóhannsdóttir Jónssonar, sem enn býr á heimilisréttar-
landi þeirra.
14. Ólafur Þórðarson, frá Amaranth, Man., í Winnipeg, rúmlega
fertugur. Foreldrar: Björn og Sigurborg Þórðarson, búsett í
grennd við Amaranth.
17. Lloyd John Ólafsson, unglingspiltur, á Almenna sjúkrahúsinu
í Selkirk, Man. Foreldrar: Ólafur Maríus og Helga Goodman
Ólafson (bæði látin).
20. Sigurlaug Ravatn, kona Einars Ravatn Iögregluþjóns í Winni-
peg, á Almenna sjúkrahúsinu þar í borg. Fædd á Framnesi í
Skagafirði 21. okt. 1909. Foreldrar: Trausti Friðriksson úr
Ilöfðahverfi í Þingeyjarsýslu og Ása Ásgrímsdóttir úr Ólafs-
firði í Eyjafjarðarsýslu. Kom vestur um haf með foreldrum
sínum 1922.
22. Snorri Kristjánsson, i San Francisco, 82 ára að aldri.
26. Guðjón (William) Johnson húsabyggingameistari, að heimili
sínu í Winnipeg, Man. Fæddur 1. ágúst 1867 að Hjarðarfelli
í Snæfellsnessýslu. Foreldrar: Jón Jónsson og Vilborg Guð-
mundsdóttir. Fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum
1883 og var jafnan búsettur í Winnipeg.
29. Hannes Björnsson, landnemi í Mountain-byggðinni í N. Dak.,
að heimili sínu þar í byggð. Fæddur 31. ágúst 1857 á Mæli-
fellsá í Skagafirði. Foreldrar: Björn Jónsson bónda í Grundar-
koti og María Einarsdóttir bónda á Breiðastöðum. Kom vestur
um haf 1884 og hafði átt heima í Mountain-byggð frá því ári
síðar.