Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Page 89
ALMANAK
89
APRIL 1945
1. John Ásmundur Olson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg,
71 árs að aldri. Fæddur á Islandi, en hafði búið í Winnipeg
68 ár. Foreldrar: Eyjólfur og Signý Olson, bæði löngu látin.
1. Leifur Oddson fasteignasali, í Selkirk, Man., 58 ára gamall.
Fæddur á íslandi, en fluttist ungur vestur um haf með foreldr-
um sínum, Þorsteini Oddson fasteignasala og konu hans, sem
létust fyrir nokkrum árum í Los Angeles, Calif.
6. Sigurveig Þórhildur Gíslason, að heimili sínu í Riverton, Man.
Fædd 2. júní 1874 á Bergstöðum í Reykjadal í Norður-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar: Jónas Ólafsson og Margrét Magnúsdótt-
ir. Fluttist á t\’ítugsaldri með móður sinni til Canada.
6. Árni Johnson, að heimili sínu í Winnipeg, Man. Fæddur 11.
jan. 1868 á Langaseli í Helgastaðahreppi í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Foreldrar: Jón Jónsson Magnússonr frá Hörgsdal í Mý-
vatnssveit og Margrét Árnadóttir Indriðasonar frá Hólsgerði
í Köldukinn. Kom vestur um haf til Winnipeg 1887.
8. Magnús Magnússon trésmiður, að heimili sínu í Winnipeg,
Man., 74 ára. Ættaður af Fljótsdalshéraði, kom til Canada
innan tvítugsaldurs og hafði átt heima í Winnipeg ætíð síðan.
9. Job Sigurðsson, landnámsmaður, á sjúkrahúsi í Bellingham,
Wash. Fæddur 14. júlí 1855 á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi í
Húnavatnss. Foreldrar: Sigurður Guðmundsson frá Geitastekk
og Magdalena Sigurðardóttir Gíslasonar frá Katadal. Fluttist
vestur um haf til Canada árið 1877, nam land í Nýja-íslandi,
síðar í Pembina-héraði í N. Dak., en flutti þaðan til Mouse
River byggðarinnar íslenzku og bjó þar fram á síðustu ár.
Bróðir Ólafar Sigurðardóttur skáldkonu; meðal stjúpsona hans
er B. K. Björnsson, dýralæknir í Fargo, N. Dak.
16 Þorbjörg Hóseasdóttir Pétursson, kona Jóhannesar K. Péturs-
son, að heimili sínu í Winnipeg, Man. Fædd 7. mars 1873 í
Jórvík í Breiðdal. Foreldrar: Hóseas Bjömsson og Guðbjörg
Gísladóttir, er bjuggu árum saman fyrst í Jórvík og síðar á
Höskuldsstöðum í Breiðdal. Fluttist vestur um haf með manni
sínum 1903 og bjuggu þau í grennd við Wynyard, Sask., um
30 ára skeið.
19. Óli S. Anderson, kornkaupmaður, í Minneota, Minn., sonur
Vigfúsar Andréssonar landnema frá Gestreiðarstöðum í Vopn-
firði; 62 ára.
25. Ingibjörg Jónsdóttir (ekkja Stefáns Johnson, d. 1939), að
heimili dóttur sínnar í Winnipegosis, Man. Fædd 11. des. 1853
í Deildardal í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar: Jón
Markússon og Kristín Jónsdóttir. Kom til Canada 1888 og
hafði átt heima í Winnipegosis og þar í grennd í rúm 40 ár.
MAl 1945
2. Sveinbjorn Björnsson, elzti íslendingur vestan hafs, á elli-