Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 90
90
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
heimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fæddur i Reykholtssveit í
Barðastrandarsýslu 8. des. 1843 og var því meir en 101 árs
gamall. Kom vestur um haf 1882 og var um langt skeið bú-
settur í N. Dak. (Sjá grein í tilefni af 100 ára afmæli hans,
Alm. Ó.S.Th., 1944).
4. Thelma Ásdis Sigurðsson, á Almenna sjúkrahúsinu í Kenora,
Ont. Fædd i Keewatin, Ont., 3. febr. 1922. Foreldrar: Magnús
og Margrét Valgerður Sigurðsson.
14. Bjarni Gudmundson, í Ivanhoe, Minn., sonur Guðmundar
“stýrimanns” landnema frá Ytra-Núpi i Vopnafirði; 73 ára.
15. Árni F. Björnsson, á sjúkraliúsi í Grafton, N. Dak. Fæddur að
Baldursheimi i Eyjafjarðarsýslu 27. ágúst 1866. Foreldrar:
Friðbjörn Björnsson og Anna Árnadóttir. Fluttist með þeim
vestur um haf til Rosseau í Ontario-fylki í Canada árið 1873,
þaðan árið 1880 til N. Dak. og var síðan búsettur í grennd
við Mountain, N. Dak.
16. Albert Björgvin Johnson gullsmiður, á sjúkrahúsi i Winnipeg.
Fæddur 14. apríl 1911. Foreldrar: Sigurjón (d. 1925) og Guð-
rún Johnson að Odda í Ámes-byggð í Nýja-lslandi.
18. Valgerður Eiríksdóttir Bíldfell, kona Gisla J. Bíldfell land-
námsmanns, að heimili sinu í Foam Lake, Sask. Fædd í Hross-
haga í Biskupstungum 14. okt. 1863. Foreldrar: Eiríkur Ingi-
mundarson frá Efstadal í Laugardal og Gróa Ásbjarnardóttir.
Fluttist til Canada með foreldrum sínum 1887, en árið 1894
námu þau Gisli land i grennd við Foam Lake og bjuggu þar
yfir 30 ár.
22. Guðrún Sigurðsson (ekkja Björns Sigurðsson landnema), að
heimili sínu í grennd við Hensel, N. Dak. Fædd 31. des. 1853
á hnjúki í Skíðadal í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: Jón Jónsson
og Ingibjörg Þorvarðsdóttir. Kom vestur um haf með manni
sinum til N. Dak. árið 1883.
22. Jón A. Sigurðsson, af slysförum nálægt Vancouver Island á
Kyrrahafsströndinni. Fæddur að Svelgsá í Helgafellssveit á
Snæfellsnesi árið 1882 og kom til Canada árið 1911. Meðal
bræðra hans er Sigurður húsgagnakaupmaður í Calgary, Alta.
31. Oddfríður Þuríður Þórðardóttir Johnson, kona Einars Þor-
kellsson Johnson, að heimili sínu í Winnipeg, Man. Fædd 23.
okt. 1870 að Ánabrekku í Borgarhrepp í Mýrasýslu. Foreldrar:
Þórður Guðmundsson og Bergþóra Kristín Bergþórsdóttir.
Fluttist til Canada innan við tvítugt; var árum saman búsett í
Mikley og Lundar, Man., og síðan í Winnipeg. Tók mikinn
þátt í félagsmálum. Synir þeirra hjóna eru Dr. Kjartan Ingi-
mundur á Gimli og Bergþór Emil kaupsýslumaður i Winnipeg.
JUNl 1945
3. Dr. Jóhann Marino Sigvaldason frá Shoal Lake, Man., á Alm-
enna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 42 ára að aldri; var útskrifaður