Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 91
ALMANAK 91
af Manitoba-háskóla og hafði stundað lækningar í Shoal Lake
og víðar.
5. Magnús Pétursson, prentari og bóksali, að heimili sínu í Nor-
wood, Man. Fæddur 2. sept. 1868 á Leifsstöðum í Bólstaðar-
hlíðarhreppi í Húnavatnssýslu. For.: Pétur Björnsson, af þing-
eyskum ættum, og Rannveig Magnúsdóttir, ættuð úr Skaga-
firði. Kom vestur um haf til Winnipeg haustið 1890. Tók mik-
inn þátt í félagsmálum og átti hlut að útgáfu ýmsra íslenzkra
rita vestan hafs.
5. Guðmundur Guðmundsson, að heimili sínu Borg, við Lundar,
Man. Fæddur 6. okt. 1863 að Snotrunesi í Borgarfirði eystra.
Foreldrar: Guðmundur Ásgrímsson og Ingibjörg Sveinsdóttir.
Kom til Ameríku 1893, nam land i Álftavatnsbyggðinni næsta
ár og var einn af fyrstu íslenzkum landnemum á þeim slóðum.
7. Stefanía Jones, ekkja Bjarna Jones kaupmanns (d. 1944), í
Minneota, Minn.; dóttir Amgríms Eymundssonar bónda á
Búastöðum í Vopnafirði; 84 ára.
19. Björg Jónsdóttir Goodman, i Foam Lake, Sask. Fædd 13. júní
1851 í Selfosskoti á Skaga í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar: Jón
Sigurðsson og Elísabet Þorláksdóttir. Fluttist til Canada 1874.
11. Guðrún Illugadóttir Björnsson, á sjúkrahúsi í Wynyard, Sask.
Fædd að Gili í Svartárdal í Húnavatnssýslu 6. apríl 1858. For-
eldrar: Illugi Jónasson hreppstjóri og Ingibjörg Ólafsdóttir
frá Auðólfsstöðum, alsystir séra Arnljóts Ólafssonar. Kom til
Canada aldamótaárið, og hafði um langt skeið verið búsett í
Nýja-íslandi áður en hún flutti til Vatnabyggða í Sask.
11. Ingibjörg Björnsdóttir Frímannsson, ekkja Benedikts Frímanns-
son að Gimli, Man. (d. 1917), að heimili dóttur sinnar í Struth-
ers í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Fædd að Finnstungu í Húna-
vatnssýslu 26. júní 1861. Foreldrar: Björp Ólafsson og Anna
Jóhannsdóttir. Kom til Ameríku árið 1891.
12. Sigurður Sigurðsson landnámsmaður, á sjúkrahúsi í Van-
couver, B.C. Fæddur í Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá 2.
maí 1859. Foreldrar: Sigurður Jóhannesson og Sigríður Jóns-
dóttir. Fluttist til Canada 1891 og settist um hríð að í Winni-
peg, en nam þvínæst land og bjó um langt skeið í Nýja-íslandi
og síðar í grennd við Poplar Park, P.O. í Manitoba.
13. Eybjörn Eyjólfsson, í Seattle, Wash., 72 ára að aldri. Ættaður
úr Stafholtstungum í Mýrasýslu, fluttist vestur um haf fyrir
rúmum 40 árum og hafði lengst af verið búsettur í Seattle.
13. Jón J. Húnfjörð, Iandnámsmaður, að Brown, P.O. Man. Fædd-
ur 1. jan. 1872 að Sauðanesi á Ásum í Húnavatnssýslu. For-
eldrar: Jón Jónsson frá Yzta-Vatni í Skagafjarðarsýslu og Helga
Gísladóttir Stefánssonar frá Flatatungu. Fluttist vestur um haf
1887 og átti framan af árum heima í N. Dakota, síðar í Brit-
ish Columbia, en síðan 1921 í íslenzku byggðinni við Brown,
Man.