Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 92
92 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
19. Svafa Ingibjörg Björnsdóttir Líndal, ekkja Bjöms Sæmunds-
sonar Líndal, landnámsmanns í Álftavatnsbyggð (d. 1944), að
heimili dóttur sinnar í Winnipeg, Man. Fædd 6. des. 1859 að
Fjalli í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Björn
Kristjánsson Skagfjörð og Kristrún Sveinungadóttir Jónssonar
frá Keldunesi. Kom til Vesturheims árið 1876. (Smbr. grein um
Kristrúnu móður hennar, Alm. Ó.S.Th. 1943).
29. Sigurjón Eiríksson, að heimili sínu að Lundar, Man. Fæddur
að Eyjarseli á Fljótsdalshéraði í Norður-Múlasýslu 15. nóv.
1881. Foreldrar: Jón Eiríksson og Anna kona hans í Eyjarseli.
Fluttist til Canada 1894.
JtJLl 1945
1. Guðmundur Olson, landnámsmaður og trésmiður, er um langt
skeið hafði verið búsettur í Nýja-lslandi og Argyle-byggð, á
Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg. Talinn fæddur í Geitdal í
Skriðdal í Suður-Múlasýslu 7. sept. 1866. Foreldrar: Eyjólfur
Jónsson frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal og fyrri kona hans
Guðrún Guðmundsdóttir frá Geitdal. Fluttist vestur um haf
til Manitoba árið 1878. Bróðir G. J. Oleson ritstjóra í Glen-
boro, Man.
12. Jón B. Jónsson, landnámsmaður í grennd við Kandahar, Sask.,
á sjúkrahúsi í Wynyard, Sask. Fæddur í Nýja-lslandi 19. júní
1878. Foreldrar: Björn Jónsson (bróðir Kristjáns Fjallaskálds),
frumherji í Nýja-lslandi, og Þorbjörg Björnsdóttir. Nam land
við Kandahar 1905 og hafði verið búsettur þar í nálega 40 ár.
Fomstumaður í félagsmálum. (Smbr. grein um landnám í
Vatnabyggðum, Alm. Ó.S.Th., 1919). Bróðir dr. Björns B. Jóns-
son kirkjufélagsforseta og þeirra systkina.
19. Jóhanna Johnson, í Seattle, Wasli.-Fædd í Vestmannaeyjum
7. des. 1872. Foreldrar: Guðmundur Ögmundsson og Sigríður
Jónsdóttir. Kom vestur um haf 1910 og átti um skeið heima
að Point Roberts, Wash.
20. Jón Þorsteinsson, að heimili sínu í Duluth, Minn. Fæddur 4.
des. 1859, að Ilrútatungu í Hrútafirði í Húnavatnssýslu. For-
eldrar: Þorsteinn Jónsson og Ólöf Guðmundsdóttir. Fluttist
vestur um haf til Winnipeg 1886, síðar til N. Dak., en hafði
um langt skeið átt heima í Duluth.
21. Guðrún Pétursdóttir Sölvason, ekkja Sigurðar Sölvason fyrrum
póstmeistara í Westbourne, Man., i Winnipeg. Fædd að Felli
í Biskupstungum 26. mars 1866, og hafði dvalið langvistum
vestan hafs.
23. Gísli Gíslason smiður, í Cavalier, N. Dak. Fæddur 27. júlí
1850 að Þórsholti í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar:
Gísli Einarsson og Guðlaug Jónsdóttir. Kom til Ameríku 1884,
settist að í Pembina, N. Dak., og var þar lengstum búsettur.
24. Gísli Magnússon málari, á gamalmennaheimilinu í St. Boni-