Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 31

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 31
ALMANAK 31 ríkislögum og ráðið kennara; en þar eins og víðar í þeim frumbyggðum höfðu menn lítil föng á að reisa skólahús fyrstu árin. Kenslan fór fram á heimili einhvers landnem- ans; og var þá stundum þröngt setið, eins og geta má nærri. Þessi skóli mun hafa lent í bvrjun að mestu hjá Eiríki; en nú fengu nemendumir góða kenslustofu uppi á lofti í þessu nýja húsi Björns; og þar hafði skólinn að- setur í ein þrjú ár, en komst síðan undir sitt eigið þak, ekki langt frá því heimili. Frumbúaskólarnir urðu að sníða sér stakk eftir vexti. Svo var um þennan skóla. Fátækt og annir voru harðar húsmæður; nemendurnii- rifu í sig lærdóminn þegar færi gafst; komu og fóru eftir hentugleikum. Aldur og menta- stig fóru lítt saman; sami nemandinn kunni reikning vel, en lítið í ensku, og svo framvegis. Varð því tilhögun öll, og kenslan með, mjög svo óbundin, og bekkjaskifting óákveðin, en hver fór það sem hann komst í náminu. Skólastarfið hlaut því að vera nokkuð frumstætt og ófullkomið. En það hafði sína kosti líka. Unglingarnir þurftu ekki að sitja í sama bekk allan veturinn; þeir gátu hert sig við námið ef þeir vildu; þurftu að keppast við þegar timi var naumur, og það gjörðu þeir; enda tognaði býsna vel úr þeim mörgum, andlega. Nafnkunnir menn ekki svo fáir hófu nám sitt á “skólanum hjá Bimi Gísla- syni” og báru þaðan ljúfar endurminningar; þar á meðal synir Bjöms, þeir Haldor og bræður hans og Gunnar Björnson og ýmsir fleiri. Þjóðlega mentun hlutu flest íslenzku börnin í heima- húsum samhliða skólanáminu. Meðal annara sem feng- ust við það starf var Benedikt Bjamason frá Víkingavatni í Kelduhverfi, maður alþekktur um Austurland, vel og einkennilega gáfaður; þá kominn mjög til ára. Hann veitti þeim Gíslasonum tilsögn í íslenzku og kristindómi. Á skólanum í Westerheim mun hástig mentunar hafa verið fimta bekkjar nám eða þar um bil. Eftir þann áfanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.