Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 92
92
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
en hin síðari ár í New Westminster. Viðkunnur pianókennari
og fyrir tónsmiðar sínar og skáld gott. Lét sig mikið skifta
vesturíslenzk félagsmál. Albróðir þeirra skáldanna Páls S. Páls-
son í Winnipeg og Kristjáns Pálsson i Selkirk. (Um ætt þeirra,
sjá dánarfregn hins síðarnefnda 11. febr. þ.á.).
3. Jóhannes Hannesson f. 4. des. 1858 í Saurbæ í Kolbeinsdal í
Skagafjarðarsýslu. Foreldrar: Hannes Halldórsson og Sigurlaug
Þorsteinsdóttir. Hann ættaður af Suðurlandi en hún frá Márs-
stöðum í Svarfaðardal. Jóhannes kom til Vesturheims 1883.
Kvæntist 3. ágúst 1885, Jónínu Asmundsdóttur frá Litla Bakka
í Hróarstungu. Árið 1887 setti Jóhannes á stofn verslun á
Gimli í félagi með Hannesi bróður sínum. Atti heima síðustu
árin í Winnipeg.
10. Erlendur Johnson húsasmiður, að heimili dóttur sinnar í
Hollywood, Calif. Fæddur á Auðnum á Vatnsleysuströnd 15.
ágúst 1865. Foreldrar: Jón Erlendsson hreppstjóri og danne-
brogsmaður og Guðný Ivarsdóttir Bjarnasonar frá Flekkuvík.
Kom til Canada af Seyðisfirði 1892. Hafði verið búsettur á
ýmsum stöðum í Manitoba og Saskatchewan, en í Los Angeles,
Cal., síðastliðinn aldarfjórðung. Skáldlmeigður fróðleiksmaður.
11. Helgi Magnússon, að heimili sinu í Selkirk, Man. Fæddur að
Út-Torfustöðum í Miðfirði í Húnavatnssýslu 25. júlí 1862, son-
ur hjónanna Kristmanns Magnússonar og Magdalenu Tómas-
dóttur. Fluttist til Canada 1901 og nærri ávalt átt heima í
Selkirk.
16. Baldur Norman Jónasson, að heimili sinu á Gimli, Man. Fæd-
dur 28. okt. 1896 í Kelowna, B.C. Foreldrar: Einar Jónasson
læknir og Jónína kona hans. Ólst upp að Gimli og var þar
búsettur lengstum. Tók mikinn þátt í sveitarmálum og var
ritari Gimlibæjar í aldarfjórðung.
21. Herman Johnson, smiður, búsettur í Winnipeg, á Misericordia
sjúkrahúsinu þar í borg, 59 ára að aldri.
23. Andrés Júlíus Johnson, að heimili sínu í grennd við Lundar,
Man. Fæddur á Djúpavogi í Suður-Múlasýslu 13. júlí 1895.
Foreldrar: Jón Þorsteinsson og Una Þorsteinsdóttir. Fluttist
til Vesturheims á barnsaldri, átti framan af árum heima í
Nýja-lslandi en síðar nærri óslitið í grennd við Lundar.
26. Arnbjörg Johnson, kona Þorláks Johnson, að heimili sínu í
Winnipeg, 73 ára að aldri. Fluttist vestur um haf fyrir ná-
lega 60 árum og hafði lengst af verið búsett í Winnipeg.
28. Kristín Edwards, frá Winnipeg, í Los Angeles, Cal.
OKTÓBER 1947
2. Landnámsmaðurinn Kristján Samúelson, að heimili dóttur
sinnar að Svold, N. Dak. Fæddur að Hvítadal í Dalasýslu 16.
des. 1854. Foreldrar: Samúel Eiriksson og Guðlaug Brands-