Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 65
ALMANAK
65
ættföður okkar, í fyrrnefndum Endurminningum sínum í
Iðunni: “Guðmund tel eg einn af merkustu mönnum í
þeim legg ættar minnar, og verð eg að geta hans dálítið
nánara. Gárungarnir kölluðu hann stundum “Lyga-
Gvönd”, þennan langafa minn. Þó sagði hann að alman-
narómi aldrei neitt það ósatt, er nokkrum manni gæti
verið til meins eða miska. En hann hafði gaman af að
segja ótrúlegar kynjasögur, sem ekki voru ætlaðar til þess,
að neinn maður trvði þeim, heldur annaðhvort mönnum
til gamans, eða þá stundum til að ganga fram af mönnum,
sem voru ýknir eða skreytnir. Þær sögur eru til eftir hann,
sem í engu standa að baki sögum Munchhausens.” Tekur
Jón sem dæmi þessa sögu Guðmundar um flýti Brúns
hans, sem var, á sprettinum, jafn-fljótur vindinum, og
getur einnig um fleiri af sögum hans. Bætir Jón svo við
í lok umsagnar sinnar: “Það var segin saga, að Guðmund-
ur sagði sögur sínar með mesta alvörusvip, og lét sér þá
aldrei stökkva bros. — Hann hefir verið kýmni-skáld i
óbundnu máli.” Undir það tek eg eindregið.
Richard Beck