Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 50

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Page 50
50 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: upp til 19 ára aldurs, 1879 fór hann að Grundarhóli á Hólsfjöllum, var þar 3 ár, 1 ár var hann á Brúnahvammi í Vopnafirði, þaðan fór hann í Reykjahlið við Mývatn og var þar 2 ár. Þá fór hann að Syðri Neslöndum og þar giftist hann 2. júlí 1885, Sigríði Sigurðardóttir Eiríksson- ar og konu hans Guðrúnar Erlendsdóttir, er lengi bjuggu á Ingjaldsstöðum í Bárðardal. Hún var fædd 11. nóv. 1857 að Sandhaugum í Bárðardal, dáin 28. janúar 1937. Henn- ar fulla nafn var Sigríður Einarína. Foreldrar Jónasar vom Helgi Jónasson Jónssonar og Hólmfríður Helga- dóttir. Helgi var fæddur á Grænavatni 28. febrúar 1828 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum þar til hann kvæntist. Móðir Jónasar var Guðlaug Bjamadóttir Indriðasonar og Kristbjargar konu hans, sem bjuggu á Arndísarstöðum í Bárðardal. Guðlaug þessi var einkabarn, og hún og faðir Jónasar bjuggu hjá tengdaforeldrum hans 12 til 13 ár, áður þau fluttu að Vindbelg, þar bjuggu þau 15 ár, en þar dó Helgi 24. apríl 1879. Níu voru börn þeirra hjóna, 7 lifðu. Vestur fluttu þessi: Jónas, Bjarni, Jón (faðir hinna vel þekktu Helga- sons systkina, Cypress River, Man.), Friðrikka, fyrsta kona Árna Josephsonar hins velþekkta bænda höfðingja í Minnesota og síðar að Glenboro, Man., Hólmfríður og Jakob. Valgerður Guðfinna lifir enn heima að Ytri-Hlíð í Vopnafirði, ekkja Sigurjóns Hallgrímssonar frá Vakurs- stöðum. Auk Jónasar er Jakob einn á lífi hér vestra. Guð- laug móðh- Jónasar dó hér haustið 1901. Vestur flutti Jónas 1888, mun liann hafa verið eitt ár í Þingvallanýlendu, en þar utan hefur hann alltaf átt heima í Argylebyggð. Fyrst keypti hann land í Brúar- byggð en seldi það um aldamótin og keypti land rúma hálfa mílu fyrir N. V. kirkju Frelsissafnaðar vestan við aðalveginn frá Glenboro til Baldur. Byggingar voru þar í niðumíðslu, en landið var gott, en mjög grýtt með köfl-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.