Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 66
I
HELZTU VIÐBURÐIR
meðal Islendinga í Vesturheimi.
‘ -1946-
29. okt.—Varð landnámskonan Guðný Friðriksson
(Frederickson) í Winnipeg, ekkja forystu- og athafna-
mannsins Friðjóns Friðriksson, níræð að aldri, en þau
hjón komu fyrri á árum með mörgum hætti við sögu
Vestur-lslendinga. Meðal bama þeirra er frú Aurora,
ekkja Tómasar H. Johnson, fyrnim dómsmálaráðherra í
Manitoba. (Smbr. grein séra Friðriks Bergmanns um
Friðjón Friðriksson í Alm. O.S.Th., 1908).
Des.—Valdimar Björnson blaðamaður og vara-ræðis-
maður Islands í Minneapolis sæmdur stórriddarakrossi
hinnar íslenzku fálkaorðu í viðurkenningarskyni fyrir starf
hans í Þágu Islands á stríðsárunum. Thor Thors, sendi-
herra Islands í Washington, aflienti heiðursmerkið við
sérstaka athöfn í Nevv York borg.
Des.—Blaðafregn skýrir frá því, að I. C. Ingimundson
rafmagnsfræðingur hafi nýlega verið skipaður vara-for-
seti og aðalframkvæmdastjóri raforkufélagsins “Welland
Electric Corporation”, Welland Ont. Hann er sonur Sig-
urðar Ingimundssonar frá Vestmannaeyjum (nú látinn)
og Jónínu konu hans, sem búsett er í Winnipeg.
Des.—Hlaut Ásgeir Jónas Thorsteinsson doktorsnafn-
bót í heimspeki (Ph. D.) við háskólann í Lundúnum fyrir
ritgerð um kerfisbundnar rannsóknii- og lífeðlisfræðileg
sérkenni skordýra. Ásgeir, sem er sonur þeirra Sigurðar
Þorsteinssonar málarameistara (látinn fyrir allmörgum