Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 22

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Blaðsíða 22
22 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: ingu andstæðinga sinna eigi síður en þeiira, er fylgja hon- um að málum. Sigurður Júlíus (eins og hann er venjulega nefndur manna í milli) á einnig fjölda vina á Islandi, þó að hann hafi dvalið vestan hafs í nærri full 50 ár, og þá sérstak- lega í hópi íslenzkra Góðtemplara: lvsti það sér mjög fagurlega í því, hve hjartanlega þeir hylltu hann á Stór- stúkuþinginu á Akureyri sumarið 1944, í áheyrn greinar- höfundar, enda höfðu þeir góða ástæðu til að minnast Sigurður með þakklátmn huga. Hann átti á sínum tíma (1897) meginþátt í stofnun barnablaðsins Æskan, sem Stórstúka Islands gefur út, og var ritstjóri hennar fyrstu tvö árin. Sögur hans og kvæði, sem þar komu út, hefir Stórstúkan einnig gefið út í bókarformi (Sögur Æskunn- ar, I-II, 1930). Sama ár kom ennfremur út í Reykjavík safn 50 barna- og unglingaljóða hans undir heitinu Sól- skin, ogvar það gjöf höfundar til Bamavinafélagsins Sum- argjöf. Er hann því íslenzkum æskulýð nútíðarinnar heima á ættjörðinni að góðu kunnur. En gjöf sú, er nefnd var, er mjög einkennandi fyrir hann, því að hann er manna tryggastur við málefni þau og félög, sem hann hefir tekið ástfóstri við. Sigurður Júlíus Jóhannesson er Sunnlendingur að up- pruna. Hann er fæddur að Læk í Ölfusi 9. janúar 1868, en ólst upp að Svarfhóli í Stafholtstungum. Hann stund- aði nám á Lærða skólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1897, en fluttist til Vesturheims 1899. Fjárlaus braust hann með miklum dugnaði í framhaldsnámi og lauk læknaprófi í Chicago 1907. Hefir hann síðan löng- um stundað læknastörf og um langt árabil verið búsettur í Winnipeg. En auk þess hefir hann tekið margháttaðan þátt í vestur-íslenzkum félagsmálum og fengist mikið við blaðamennsku og önnur ritstörf. Árið 1905 kvæntist Sigurður Halldóru Þorbergsdóttur Fjeldsted, hinni ágætustu konu, og eiga þau tvær dætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.