Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1948, Side 67
ALMANAK
67
árum) og konu hans Halldóru Jónasdóttur í Winnipeg,
ættuð af Akranesi, á sér að baki óvenjulega glæsilegan
námsferil og hefir unnið bæði verðlaun og námsstyrki.
Mun hann fyrsti maður af íslenzkum uppruna, sem hlotið
hefir doktorsnafnbót við Lundúna-háskóla. .
-1947-
10. jan.—Við virðulega athöfn, sem fram fór í sölum
Manitobaþingsins í Winnipeg, í tilefni af gildistöku lög-
gjafar sambandsþingsins varðandi canadisk Þegnréttindi,
þar sem fulltrúum fjórtán þjóðerna innan fylkisins voru
afhent hin nýju þegnréttinda-skilríki, var W. J. Lindal
héraðsréttardómari fulltrúi íslenzka þjóðarbrotsins.
Febr,—Tilkynnt, að Miss Snjólaug Sigurdson píanó-
leikari hafi hlotið námsstvrk Icelandic Canadian Club, að
upphæð $1200. til framhaldsnáms í tónlist í New York.
24.-26. febr.—Tuttugasta og áttunda ársþing Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi haldið í Winnipeg
við mikla aðsókn. Heiðursgestir þingsins voru þau Valdi-
mar Björnson blaðamaður og frú hans frá Minneapolis,
og var hann jafnframt fulltrúi ríkisstjórnar Islands og að-
alræðumaður á miðsvetrarmóti þjóðræknisdeildarinnar
“Frón”. Aðrir aðalræðumenn á samkomum í sambandi
við þingið voru þeir Carl Freeman, landbúnaðarráðu-
nautur, Fargo, N. Dak., á samkomu Icelandic Canadian
Club, og dr. Richard Beck, fyrrv. forseti félagsins. Séra
Valdimar J. Eylands var endurkosinn forseti og stuttu
síðar endurkaus stjórnamefnd félagsins Gísla Jónsson
prentsmiðjustjóra sem -ritstjóra “Tímarits” þess.
26. febr.—Sigurður Þórðarson söngstjóri í Reykjavík,
dr. Helgi Briem, aðalræðismaður Islands í New York, og
dr. Richard Beck, prófessor í Norður-landamálum og
bókmenntum við ríkisháskólann í Norður-Dakota, kosnir
heiðursfélagar í Þjóðræknisfélaginu.