Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 23

Afturelding - 01.08.1979, Qupperneq 23
Clarence E. Glad kapitulanum. Páll segir þar að hann hafi gefið frá sér öll þau mannlegu forréttindi er honum stóðu til boða til þess að hann mætti þekkja Jesúm Krist bet- ur og fengið áunnið hann. 1 versunum sjáum við hina miklu áherzlu er Páll leggur á hið dularfulla samband mannsins við Krist. Hér er það Kristur sem er allt í öllu. Orðið kemur inn í hjarta mannsins og skýtur þar rótum er með tímanum verða dýpri og dýpri. Það er sér í lagi versin níu til og með ellefu er lýsa hugsjónum Páls. Hann tjáir okkur að hann þrái fyrst að geta reynzt verið í Kristi fyrir trú og öðlazt þannig réttlæti hans; í öðru lagi þráir Páll að geta þekkt Krist og kraft upprisu hans; hann þráir í þriðja lagi að fá að þekkja Krist og samfélag písla hans og jafnvel að sammyndast dauða Krists; það er og von hans í fjórða lagi að hann nái til uppris- unnar frá dauðum. Athugum nú nánar hvern lið fyrir sig. Fyrsti liðurinn er hugleikinn Páli. Hér er lögð áherzla á sameiningu mannsins við Jesúm Krist, son Guðs, fyrir trú. Sú sameining veitir honum öll þau réttindi er fyrirheit Guðs bjóða upp á. Það er í Kristi sem Guð sættir heiminn við sig. Þannig er mann'- kynið í heild réttlætt frammi fyrir heilögum Guði, vegna verks Jesú Krists á Golgatakrossi. Á krossin- um friðþægði Jesús Kristur fyrir syndir okkar. Blóð hans hylur syndir okkar þannig að Guð sér þær eigi vegna blóðsins. Þannig lítur Guð á mannkynið, sem réttlætt vegna verks Jesú Krists. Það er því í Kristi fyrir trú, sem við erum réttlát frammi fyrir Guði. ^el að merkja, þetta er ekki vegna eigin verðleika °kkar, heldur er hér um náð Guðs að ræða, gjöf Guðs. Við tileinkum okkur þetta réttiæti fyrir trú er> ekki með lögmálsverkum. Hér er það Páll sem leggur áherzlu á það, að þrá sín sé nú að eignast rettlætið frá Guði með trúnni, þó svo að hann segi örfáum línum áður, að ef litið væri á réttlætið, sem fæst með lögmálinu, þá væri hann sjálfur óásakan- legur. Hér tekur hann eflaust of sterkt til orða vegna þess að hann segir í Galatabréfinu, að engum manni sé mögulegt að halda allt lögmálið. Við get- um þó varla verið í vafa um það að Páll var mjög svo vandlátur með allt það er að lögmálinu sneri og í Gyðinglegri trú sinni eflaust langtum fremri en margur samtíðarmaður hans. Hann gefur þetta þó upp á bátinn fyrir einlægri trú á dauða og upprisu Jesú Krists sér til réttlætingar frammi fyrir hei- lögum Guði. Páll þráir í öðru lagi að geta þekkt Krist og kraft upprisu hans. Hver er svo kraftur upprisu Krists? Okkur ber þá fyrst að fá úr því skorið hver hafi reist Krist upp frá dauðum. Páll postuli fjallar örlítið um það í Rómverjabréfinu. Þar má sjá (Róm. 1.4. 8,11) að það er andinn, andi Guðs, hinn Heilagi Andi sem reisti Krist upp frá dauðum. Hér birtist kraftur Heilags Anda. Hann reisti Krist upp frá dauðum og mun einnig gjöra lifandi dauðlega líkami okkar (Róm. 8,11). Þennan kraft Heilags Anda þráir Páll að þekkja. Honum er það í mun að þessi Heilagi Andi, sem gefinn var þegar Kristur Var stiginn upp til himna til Guð Föðurs, skyldi fylla hans eigið líf og móta stefnuna. Honum var þetta hugleikið vegna þess að hlutverk Heilags Anda var að upp- hefja Jesúm Krist og minna á orð hans. En lista Páls yfir hugsjónir sínar er ekki lokið. Hann segir að í þriðja lagi þá hafi hann löngun til þess að þekkja Krist og samfélag písla hans og jafnvel að sammyndast dauða Krists. Það er ótrú- legt frá mannlegu sjónarmiði séð að maðursem Páll, sem þá þegar hafði þjáðst mikið á lífsleiðinni, skuli við lok æviskeiðs síns koma með þessi orð. í Kól- ossubréfinu, einnig ritað úr fangelsinu í Róm, segir hann: „Nú er ég glaður í þjáningum mínum yðar vegna og uppfylli á holdi mínti það, sem enn vaníar á Krists-þjáningarnar til heilla fyrir líkama hans, sem er söfnuðurinn.“ (Kól. 1,24.) Það er víst öruggt að það er ekki öllum gefið að eiga þvílíka hugsjón, þ.e. að þekkja samfélag písla Krists. Þjáningar og sjúk- dómar eru langt frá því að vera hugleiknir mönn- um, þrátt fyrir að þeir hafi fylgt mönnum frá örófi alda. Margur maðurinn hefur tekið sig til og reynt á margvíslegan máta að útlista þjáningar, tilveru þeirra og tilgang, en orðin ein ná oft á tíðum skammt. Kristur sjálfur reyndi aldrei að útskýra þjáningar á heimspekilegan máta. Nei, heldur kom hann til þessarar jarðar, aðlagaði sig mönnunum, gerði sér grein fyrir þjáningum þeirra og sjúkdóm- 23

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.