Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 38

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 38
32 intim og þokan klettinum. — Á þessum kletti stendur K. B. F. Það .hefir þá sannfæringu, að fulla vitneskju um það, hváð sannur kristindómur er, veiti Ritningin ein. Og' Biblíunnar kristindómur verð- ur aldrei úreltur, því að um alla eilííð verður hann eini vegurinn frá dauðanum til lífsins. Því að aðeins í Jesú Kristi Biblíunnar kemur Ouð til móts við mennina. Hann, sem er Frels- ari vor og Friðþægjari, getur einn veitt oss inn- göngu til lífsins, með því að hann gerðist stað- göngumaður vor og tók á sig bölvun syndar- innar, til þess að vér gætum fengið fyrirgefn- ingu syndanna fyrir hans blóð. Því að blóð Jesú Krists, Guðs eingetna sonar, hreinsar oss af allri synd. Sbr. I. Jóh. 1, 7. Þessa trú vorrar evangelisk-lútersku kirkju, , sem hún hefir sett fram í stuttu máli í játn- ingum sínum, vill K. B. F. leitast við að efla og útbreiða af ölium mætti. Það er von vor og bæn, að oss megi auðnast að stuðla að því, að þjóðlíf vort gagnsýrist af anda kristindómsins, að Drottinn veki þjóðina til afturhvarfs, svo að hún verði Guðs lýður. Og vér treystum því, að fyrir handleiðsiu Guðs náum vér til margra einstak- linga, sém nú sitja í myrkri efasemda og van- trúar, en þrá ljósið, og að oss takist að veita þeim einhverja hjálp, svo að þeir komi auga á Hann, sem er heimsins ljós. Þannig er þá takmark K. B. F. það sama og takmark kirkjunnar: Að leiða menn til KristS. Og að því takmarki .hyggst félagrö að vinna undir merki kirkjunnar, svo sem áður hefir J

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.