Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 39

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Page 39
33 verið minnst á. Því að vér teljum þær starfs- aðferðir, sem vér ætlum að nota, í fyllsta sam- ræmi við grundvöll kirkjunnar, enda eru þær engan vegin nýjar, þótt þær hafi ekki verið öfl- ugar til þessa. — Nafn félagsins ber það með sér, hvaða starfsaðferð vér ætlum fyrst og fremst að hafa. Tslendingar eru bókhneigð þjóð, enda er ógrynni blaða og bóka gefið út hér á landi, á hverju ári. Og .hvarvetna um víða veröld er það staðreynd, að prentað mál er stórveldi, sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Það á ekki síður við í strjálbýlinu hér á landi, enda sjáum vér t. d., að enginn stjórnmálaflokk- ur þykist geta haldið velli án þess að eiga eitt- hvert málgagn. Þeir vilja heldur gefa blöðin út með margra þúsund krónu tapi árlega, held- ur en að lá.ta þau hætta. — Þetta á ekki eingöngu við stjórnmálaflokk- a.na. Það er sama hvert vér lítum. Alstaðar þar sem eitthvert áhugamál manna er á ferð- 'inni, þar er eitthvert málgagn. Það liggur því í hlutarins eðli, að þaö er margt miður gott, sem gefið er út, bæði blöð, bækur ■og tímarit. Nú á síðustu árum hefir flóðbylgja af alls konar óþverra-bókmenntum gengið yfir landið. Og engar bækur hafa selzt eins vel, segja bóksalarnir. Það er því engin hætta á því að rithöfundarnir, sem hafa rakað saman fé með þessari iðju sinni, setjist í helgan stein. Þeir halda áfram að skrifa - og gefa út — og selja — og aftur að skrifa. Því ef þeir geta fyllt pyngjuna af blóðpeningum, hvað varðar þá um það, þótt þeir fórni sakleysi æskunnar á altari spillingarinnar,. hvað varðar þá um táf og stunur foreldranna, sem horfa á eftir börn- 3

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.