Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 42

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 42
Með myndunum. Árni Björnssori, prófastur. hefi verið beðinn að skrifa fáein minn- ingarorð um síra Árna sál. pófast, er mér það mjög ljúft, aðeins finn ég, að ég get það ekki sem skyldi. Árni prófastur Björnsson fæddist 1. ágúst 1863. Hann ólst upp hjá föðurbróður sínum, .merkisbóndanum Árna Sigurðssyni í Höfnum á Skaga, sem lang mestur var bóndi í þeirri sveit og höfðingi mikill. Foðurbróðir hans kostaði hann til náms og þótti því fé vei varið, því pilturinn var hinn efnilegasti og námsmaður .góður. Hann útskrifaðist af Latínuskólanum ái'ið 1885 og tveim árum síðar ai prestaskól- anum. Sótti hann það sama sumar um Reyni- staðarklausturs-prestakall og fékk það og vígð- ist þangað um haustið 1887. Bjó hann fyrst ókvæntur með móður sinni að Fagranesi á Reykjaströnd. Þegar sameinaðar voru Fagra- nesskirkja og Sjávarborgarkirkja og fluttar til Sauðárkróks, þá flutti hann þangað og kvænt- ist eitthvað ári síðar, Líney frá Laxamýri, Sig- urjónsdóttur. En mciðir hans og systir voru þar eftir hjá þeim hjónunum, það sem eftir var æfi þeirra. Síra Árni var ákaflega ættrækinn og reyndist þeim mæðgum, móður sinni og syst- ur, hinn bezti sonur og bróðir. Með konu sinni bjó hann í 38 ár, og var .hjónaband þeirra mjög hamingjusællt á alla lund. Þau eignuðust 12 börn og dó aðeins eitt þeirra í bernsku, hin ell- efu ólust upp í föðurhúsum, og voru bæði góð

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.