Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 43

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 43
37 og' skemmtileg börn; voru tryggðaböndin svo orjúfandi, að föðurhúsin voru börnunum öllum hið kærasta heimili, einnig eftir það, að þau eignuðust sín eigin heimili. Var það fagurt að sjá, hve þau ávallt héldu tryggð og trúnað við heimasetrið. — Árið 1913 fókk síra Árni Garðaprestakall í Kjalarnessprófastsdæmi, og bjó fyrst að hinu fræga gamla prestssetri. En síðan flutti hann til Hafnarfjarðar og bjó þar þrjú síðustu ár- in. Um haustið 1931 fór hann að finna til las- leika, en gaf fyrst lítinn gaum að honum, lagði afar mikið að sér um jólin, svo ekki sást á starf- |nu að nokkuð væri áfátt um heilsu hans. En > janúar 1932 lagðist hann alveg rúmfastur, en hann vann samt í rúminu að skýrslugerðum, og mátti heita að hann væri sívinnandi fram í dauðann. Hann andaðist 26. marz. Hann var jarðsunginn 7. apríl, við svo mikla aðsókn fjöl- inennis, að annað eins hefir ekki sézt við nokkra jarðarför í Hafnarfirði; sýndi það meðal margs annars hvílíkra vinsælda og' virðingar hann naut. — Hann átti það og' skilið, því að hann var sómi stéttar sinnar og ágætur hirðir safn- aða sinna. — Hann var í allri framkomu prúð- ur og virðulegur og- þó g'laðvær og skemmtinn. Hann var fyrirmyndar prestur, því í starfi sínu vann hann í lifandi trú, og hinni mestu skyldu- rækni og trúmennsku, hann var bænarinnar uiaður, auðmjúkur og lítillátur, varfærinn til orða og verka, staðfastur bæði í trú sinni og í öllu lífi sínu, árvakur og karlmannlegur og fórnfús. — Hann gat sér því miklar vinsældir, bæði fyrir norðan og hér fyrir sunnan. Hann var rólyndur og fumaði ekki, en vannst tími til

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.