Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Síða 46
40
hefir hann líka sjálfur notið við elsku, traust
og umhyggju safnaðar síns, sem hann hefir
sýnt honum á svo margvíslegan hátt. ! þessu
aðalstarfi sínu, lífsstarfinu, hefir hann fylgt
þeirri reglu, að boða Krist, krossfestan og upp-
risinn, og aldrei hvikað þar frá; hefir haft orð
Jóhannesar skírara í huga: »Honum ber að
vaxa, en mér að minnka,« og breytt eftir því,
og það svo, að sumurn vinum hans hefir jafn-
vel þótt hann láta of lítið til sín taka út á við,
er þeir þekkja hina miklu og góðu hæfileika
hans og eru sannfærðir um, að fáir eru jafn-
okar hans að lærdómi og hyggindum, einnig*
þeim, sem að gagni koma í daglegu lífi manna
og starfi, en honum hefir allt af fundizt, sem
eflaust er líka það rétta, að sér beri að helga
Kristi og starfi hans meðal mannanna alla
krafta sína.
15. júlí 1913 gekk hann að eiga. Áslaugu
Ágústsdóttur, ættaða frá ísafirði, og hefir hún
með einstökum dugnaði, ást og umhyggju létt
mjög undir hið mikla og erfiða starf hans, enda
er hún mjög elskuleg og góð kona og honum
samhent, sem bezt má verða.
1 júlí 1924 var síra Bjarni skipaður 1. prest-
ur við dómkirkjuna, þegar síra Jóhann Þorkels-
son lét af prestsskap, og þeir sem til þekkja.
munu á einu máli um það, að erfitt væri að
skipa það sæti, er hann hafði setið, svo, að
jafn vel væri setið eftir,, því um síra Jóhann má
segja, að hann hafi verið elskaður af einum
og sérhverjum í söfnuði sínum, en mest af þeim,
sem bágast áttu; en þó mun það svo, að flest-
um mun þykja sem sæti hans sje nú fullskipað
og eflaust ekki þeim sízt,, sem bragða verða bik-