Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 56

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 56
50 ræna menningu, og leit á allt indverskt sem i óæðri tegundar. En einkennilegt atvik fékk hann til að breyta um aðferð. Hann var ein- hverju sinni á ferð yfir hið helga fljót ásamt nokkrum skólapiltum. I ferjunni var roskinn Hindúi. Skólapiltarnir vörpuðu steinum í vatn- ið til merkis um lítilsvirðingu sína á hjátrú þeirri, sem við það er tengd hjá Indverjum. Þegar þessu hafði fram farið um stund, sagði Hindúinn hógværlega: »Þið kastið steinum í vatnið, en ég kasti í það blómum« Þá rann upp nýtt ljós fyrir Stanley Jones og hann sagði: »Vilt þú gefa mér nokkur blóm svo ég geti líka kastað þeim í vatnið? Ekki í þeim tilgangi, sem þið gerið það„ heldur til þess að votta Ind- landi og því, sem indvea’skt er, virðingu mína.« Frá þeirri stundu var honum Ijóst að órétt- mætt er og skaðlegt að meiða þjóðernistilfinn- ingu þeirra á nokkurn hátt, þvert á móti ber að meöhöndla allt með fullri virðingu, sein þeim er dýrmætt. Ekki er svo að skilja, að kristniboðar hafi gengið um og óvirt allt indverskt. Þvert á móti. Heiðnir menn viðurkenna, að þeirhafi fariðallra manna mýkstum höndum um helgidóma sína. Hins vegar hefir kristniboðastundumskortfrek- ar skilning en góðan vilja. Kristniboðar hafa jafnan lagt sig eftir að kynnast trúarbrögðum þeirra þjóða, sem þeir hafa starfað hjá. Hafa sumir þeirra orðið hálæi'ðir í þeim fræðum. Enda hafa þeir betri aðstöðu til þess en nokkr- ir aðrir menn vegna þess, að þeir hafa jafn- framt lestrinum haft bezta tækifæri til að fá vitneskju um hvei’ja þýðingu trúarbrögðin hafa fyrir daglegt líf játendanna. En míkill munur

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.