Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 90

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Side 90
84 tilgangi, »að reyna að styðja að almenningsgagni, að svo miklu leyti sem kraftar félagsins leyfa, einkum þó því, sem komið getur kvenfólki að notum.« Hefír félagið starfað allmikið að góðgerðastarfsemi. For- maður: Frú Ragnheiður Clausen. Hjúkrunarfélagið Líkn er stofnað 3. júni 1914. Til- gangur félagsins er, að veita einstaklingum eða heim- ilum ókeypis hjúkrunarhjálp í veikindum, þar sem þörf þykir fyrir, án tillits til þess, hvort sjúklingur- inn eða heimilið nýtur styrks úr fátækrasjóði. Auk almennrar hjúkrunar, hefir félagið sett á stofn: Hjálp- arstöðina Líkn, fyrir berklaveika, og Ungbarnavernd Líknar (veitir hjúkrun og næringu, mjólk og lýsi, ungbörnum innan 2ja ára ókeypis). Formaður: Frú Sigríður Eyvindsdóttir. Hrlngurlnn, kvenfélag, stofnað 26. jan. 1906. Til- gangur félagsins er, að veita hjálp berklaveiku fólki. — Merkasta starfsemi félagsins er Hressingarhæli þess í Kópavogi, sem tekið var til afnota 14. nóv. 1926. Hefir það rúm fyrir 25 sjúklinga og auk þess ólteypis rúm fyrir eitt barn (dánargjöf M. Hansen). Formaður: Frú Kristín Jacobson. Flsklfélag islands er stofnað 1911, »til þess að styðja og efla allt það, er vera má til framfara og umbóta I fiskiveiðum íslendinga, i sjó, ám og vötnum, svo þær megi verða sem arðvænlegastar öllum, sem hafa atvinnu af þeim, og landinu í heild sinni.« — Félagið hefir aðsetur I Reykjavík, en deildir víðsvegar um landið. Það safnar aflaskýrslum, hefir námskeið fyrir fiskfmenn, aflar og veitir fræðslu um söluhorfur á sjávarafurðum, gefur út mánaðarblað og almanak fyr- ir sjómenn m. m. Einnig hefir það erindreka í öll- um landsfjórðungunum. — Forseti: Kristján Bergsson.

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.