Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Side 34
30
færir oss kraftinn. Ritningin veitir oss speki til
sáluhjálpar (II. Tím. 3, 15). Hún er rödd Guðs
tii vor.
Þessvegna ber oss að lesa hana með fastri reglu,
svo að vér verðum þaulkunnugir orði Guðs og
vilja og getum sótt kraft og huggun í fyrirheit
hans. Þá mun oss veitast þróttur á göngunni og
leiðarljós á vegum vorum (Sálm. 119, 105).
Eitt af því, sem Guð hefir gefið oss til leiðbein-
ingar á vegum vorum, er samvizkan. Hún segir
oss skil á réttu og röngu. En þó kemur hún oss
ekki að fullum notum fyr en eftir endurfæðingu
af anda Guðs. Nú höfum vér hlotið anda Guðs,
allir vér, sem skírðir erum, og höfum hann enn,
ef vér erum hlýðnir af hjarta. Þegar orð Guðs og
andi fræða og styrkja samvizkuna, verður hún
næm og viðkvæm en jafnframt örugg sem vitur
dómari, er sker úr smáu og stóru í daglegu lífi.
En svo er það ráð, að hlýða. Það er einatt erf-
itt og kostar mikla baráttu. En þetta er einmitt
hin góða barátta, og ef vér hlýðum Guði, munum
vér vinna sigur í krafti hans, ekki í eigin mætti.
Þess vegna ber oss að hlúa að og ala upp sam-
vizkuna í samfélagi Drottins.
Eitt af því, sem oss ber að gjöra til helgunar
vorrar, er að rækja samfélag heilagra: sækja sam-
fundi trúaðra manna, bæði í kirkjum, samkomu-
húsum og heimahúsum. Alstaðar þar sem Guðs
börn koma saman, er samfélag heilagra, því að