Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 36
32
Nú hefi cg farið nokkrum orðum um það, sem
oss ber að gera og oss ber að rækja í helgunar-
verkinu.
En Guð hefir ekki skilið oss eftir munaðar-
lausa. 1 rauninni er það hann, sem vinnur allt
verkið. Hann gefur. Vér þyggjum. »An Guðs náðar
er allt vort traust óstöðugt, veikt og hjál]rar-laust«,
segir Hallgrímur Pétursson, og er það sannmæli.
Það var Guð, sem vakti oss, sneri oss til sín,
réttlætti og endurfæddi oss. Nú er það líka hann,
sem endurnýjar, helgar oss og kemur til leiðar
sérhverju góðu verki og orði. »Þar eð ég full-
treysti' einmitt því, að hann, sem byrjaði í yður
góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú
Krists«, segir Pál) postuli (Fil. i, 6).
I þessu er mikil náð fólgin, en líka mikill vís-
dómur. I hvert skifti, sem vér ætlum að treysta
oss sjálfum til þess að vinna helgunarverkið, þá
mistekst oss. En Guð hefir nógan styrk handa
hinum þróttlausa- Þegar vér erum veikir, þá er
kraftur Guðs til boða, og þegar vér erum auð-
mjúkir, þá streymir hann í hjarta vort. »Náð
mín nægir þér«, segir Drottinn, »því að mátt-
urinn fullkomnast í veikleika« (II. Kor. 12, 9).
Vér þurfum því ekki að hræðast, þegar véi finn-
um til vanmáttar vors og 'veikleika. Þá erum vér
sterkir. Þá kemst Drottinn að með kraft sinn. Það
er Guð, sem bænheyrir. Það er Guð, sem talar í
orði sínu. Það er Guð sem býður út blessun og