Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 69
65
meðlimir og auk þess allir meðlimirnir. En eftir
því sem starfið greindist og starfssviðið færðist út,
óx þörfin fyrir starfsmenn, er gætu varið tíma
sínum alveg fyrir félagið. Nú er svo komið, að öll
stærri félög hafa framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjórinn er launaður, ef tök eru á
því. Hann stjórnar öllum gerðum félagsins undir-
býr fundi, bæði hvað snertir ræðumenn og efni,
auglýsingar og annað, sem gera þarf. Hann er til
viðtals í húsi félagsins á sérstökum tímum og
reynir að vera meðlimum til hjálpar og leiðbein-
ingar í sem flestum greinum bæði andlega og lík-
amlega, en fyrst og fremst er hann sálnahirðir.
Til hans geta meðlimir komið með vandamál sín og
efasemdir, gleði og sigur í trúnni. Hann er þeitn
öllum vinur og ráðgjafi eftir þeim mætti, sem Guð
gefur. Hann er líka foringi allra annara í starfinu,
leiðbeinir öðrum starfsmönnum og styrkir, heldur
með þeim sérstaka fundi o. s. frv. — Stundum
eru framkvæmdastjórar tveir eða fleiri í stórum
félögum. Þeir skipta með sér verkum, þótt einn sé
e. t. v. fremstur. Sem dæmi má nefna framkvæmda-
stjóra fyrir unga menn og annan fyrir unglinga
og drengi.
Foringjar eru fáir eða margir eftir því, hve
starfsgreinar eru margar. Þeir hafa hver sinn flokk
ungra manna, unglinga eða drengja. Starfa þeir
bæði á fundum eða æfingum og utan þess. Störf
þeirra eru bæði andleg og almenn. Hér má nefna