Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 82
78
að víða er kostur stórra og mikilla bókasafna í bæj-
um. En oft er þess mikil þörf. Safnið getur ýmist
verið eitt fyrir allt félagið eða deildasöfn;
hafi AD eitt, UD annað (og YD það þriðja?). En
hvort sem er, þá eiga þar að vera allskonar góð-
ar bækur: kristilegar bækur til menntunar og nyt-
semdar, fræðibækur ýmiskonar, sögur, ljóð og
skáldsógur. Æfisögur merkra manna eiga þar
heima. Blöð og bækur K.F.U-M og kirkjunnar eiga
að rera þar til, sömuleiðis annara kristinna'félaga.
Foringjar þurfa helzt að hafa sérsafn með bókum,
er að starfi þeirra lúta. — A lessal félagsins, ef
nokkur er, eiga að vera blöð þess, bæði innlend
og útlend og fleiri kristileg rit. Þar geta og verið
dagblöð.
Bóka- og blaðaútgáfa er talsverð innan K.F.U.M.
t. d. mánaðarblöð, blöð fyrir starfsmenn, æsku-
lýðsblöð, starfsskýrslur, kristilegar bækur, sögur,
fræðirit og söngbækur. Bæði félög, landssambönd
og alheimssambandið gefa út hitt og þetta, er
starfið snertir. T. d. gefur alheimssambandið út
»The Messenger« (»Le Massager«, »Korrespon-
denzblatt).
Skólahald. Til þess að veita meðlimum sínum
aðgang að góðum og kristilegum skólum, hefir
K.F.U.M. víða haldið skóla: kveldskóla eða stærri
skóla. Það á t. d. hlut með öðrum kristilegum fé-
lögum í kristilegum æskulýðsskólum. T. d. má
taka »Den udvidede FIöjskole« í Haslev á Sjá-