Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 90
86
þreyttir, og síðast en ekki sízt hlustað þar á náðar-
boðskapinn. Þetta starf er þarft og mikils metið.
K.F U.M. vann mikið og gott starf meðal her-
manna í heimsstyrjöldinni.
Verkame7in o. fl. Sumsstaðar greinist starfið
mjög, ekki sízt í Ameríku. T. d. má nefna sér-
starf fyrir járnbrautarmenn, námumenn, viðarhöggs-
menn, verzlunarmenn, bakara, brunaliðsmenn o. s.
frv. Þjónar eiga erfitt aðstöðu og komast trautt
á venjulega fundi; því er til sérstakt starf fyrir
þá með fundum eftir miðnætti. Fyrir verkamenn
er mikið gert, haldnir fundir og guðsþjónustur í
kirkjum. Auk þess er mikið og þarft- starf unnið
fyrir atvinnulausa menn: seldur ódýr matur, veitt
ókeypis kaffi (sumsstaðar), haldnir fundir með örv-
andi og skemmtandi efni, sem ekki er vanþörf á,
þe£ar áhyggjur leita á hugann, og Guðs orð er
flutt. Þetta starf er rekið í húsum félagsins og
skálum, sem til þess eru ætlaðir. Ymislegt er gert
fyrir fátækt fólk, t. d. um jólin; á sumrin eru fá-
tækir piltar styrktir til sumardvalar o. s. frv.
Bj'órgunarstarfsemi- I Danmörku hafa K F.U.M.
og K. björgunarstarfsemi, er nefnist »Heill æsk-
unna« (Ungdommens Vel), til þess að bjarga ung-
lingum, sem eru að sökkva í andlega og tíman-
lega eymd. Það hefir heimili, sem taka að sér
slíka unglinga, kenna þeim til verka og koma
þeim síðan að atvinnu.
Sumsstaðar rekur K.F.U.M. mikið starf fyrir út-